Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 24. apríl 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Guðmundur Baldvin tryggði Stjörnunni dramatískan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Augnablik 1 - 2 Stjarnan
0-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('26 )
1-1 Guðni Rafn Róbertsson ('55 )
1-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('93 )
Lestu um leikinn


Stjarnan er komin áfram í Mjólkurbikarnum eftir nauman sigur á Augnablik í Fífunni í kvöld.

Þorlákur Breki Baxter kom Stjörnumönnum yfir með glæsilegu marki en þetta var hans fyrsta mark fyrir liðið.

„Boltinn dettur fyrir Þorlák í teignum og hamrar hann boltanum í samskeytin, almennileg afgreiðsla," skrifaði Kári Snorrason um markið í textalýsingunni.

Kjartan Már Kjartansson var nálægt því að tvöfalda forystu Stjörnunnar en hann skaut í stöngina á opið markið og Darri Bergmann Gylfason markvörður Augnabliks tókst að handsama boltann að lokum.

Augnablik tókst að jafna metin þegar Guðni Rafn Róbertsson komst inn í slæma sendingu frá Andra Adolphsyni til baka.

Það stefndi í framlengingu þangað til Guðmundur Baldvin Nökkvason tryggði Stjörnunni sigur með marki í uppbótatíma eftir darraðadans í teignum og Stjarnan verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner