Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fim 25. apríl 2024 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Sami Kamel
Sami Kamel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sami Kamel hetja Keflavíkur í bikarsigri gegn Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins var lítið að flækja hlutina er hann mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum og svaraði því til aðspurður um tilfinninguna.

„Frábær bara virkilega góð tilfinning.“

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Sami sem gerði tvö stórglæsileg mörk í kvöld var að vonum glaður en fann hann á sér fyrir leikinn að eitthvað gott væri í vændum og var orkan í liðinu jákvæð komandi inn í leikinn.?

„Kvöld sem þessi þá getur maður leyft sér að dreyma um að sigra eitt af stóru liðunum. Við þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku og þá geta hlutir eins og þetta gerst.“

Sami sem er á leið í sitt annað tímabil með Keflavík var nokkuð frá vegna meiðsla í fyrra. Hvernig er standið á honum í dag? Er hann á betri stað nú en þá?

„Ég er tilbúnari, ég var í fínu formi í fyrra en ég gerði persónuleg mistök. Nú er ég klárari, í betra formi og tilbúinn í þessa áskorun sem er framundan.“

Lengjudeildin hefst um aðra helgi og lá því beinast við að spyrja Sami hvert Keflavíkurliðið stefndi þar. Er hann viss um að liðið muni berjast um sæti í Bestu deildinni að ári?

„Maður getur aldrei verið viss um neitt í lífinu. Við erum ekki einu sinni viss um morgundaginn heldur þykjumst við bara vera það. En ég býst við því af okkur að við verðum gott lið líkt og við sýndum í dag. Ég ætlast til þess af okkur að við séum samkeppnishæfir í öllum leikjum og að við gerum okkar besta. Að því loknu sjáum við hvar við stöndum. “

Sagði Sami Kamel en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner