Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í BEINNI - 12:00 Dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 12:00 verður dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í höfuðstöðvum KSÍ.

Fótbolti.net fylgist með drættinum í beinni textalýsingu hér að neðan.

Í gær kláruðust 32-liða úrslitin og voru óvæntustu úrslitin líklega í síðasta leiknum þegar Keflavík vann 2-1 sigur gegn Breiðabliki.

Öll Bestu deildarliðin verða í pottinum fyrir utan FH og Breiðablik. Ekkert lið úr 2. deild komst áfram en eitt lið úr 3. deildinni, ÍH úr Hafnarfirði.

Besta deildin: Víkingur, Valur, KR, Stjarnan, Vestri, Fram, Fylkir, ÍA, KA, HK.

Lengjudeildin: Keflavík, Fjölnir, Grindavík, Þór, Afturelding.

3. deild: ÍH.
12:14
Þessari lýsingu er lokið
Þá er það ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. Verður spennandi! Endilega fylgist með á síðunni það sem eftir lifir dags.

Eyða Breyta
12:14
GRINDAVÍK - VÍKINGUR R.
Bikarmeistararnir mæta Grindavík.

Eyða Breyta
12:13
Grindavík leikur heima.

Eyða Breyta
12:13
FJÖLNIR - ÞÓR
Lengjudeildarslagur í Grafarvogi.

Eyða Breyta
12:13
Fjölnir spilar heima.

Eyða Breyta
12:12
AFTURELDING - VALUR
Aron Elí dró uppeldisfélagið sitt upp úr pottinum. Gylfi Sig fer í Mosó!

Eyða Breyta
12:12
Afturelding spilar í Mosfellsbæ en gegn hverjum?

Eyða Breyta
12:11
STJARNAN - KR
Þetta verður hörkuleikur! Stjarnan hefur harma að hefna.

Eyða Breyta
12:11
Stjarnan spilar heima í Garðabænum. Björn Berg Bryde mætir upp á svið.

Eyða Breyta
12:10
FYLKIR - HK
Liðin tvö sem spáð var falli fyrir tímabilið í Bestu deildinni.

Eyða Breyta
12:10
Fylkir spilar heima.

Eyða Breyta
12:10
KA - VESTRI
Landsbyggðaslagur!

Eyða Breyta
12:09
KA fær heimaleik á Akureyri.

Eyða Breyta
12:09
KEFLAVÍK - ÍA
Það er saga þarna á milli.

Eyða Breyta
12:09
Keflavík fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:08
FRAM - ÍH
ÍH úr 3. deild fer í Úlfarsárdalinn.

Eyða Breyta
12:07
Fyrsta liðið úr pottinum er Fram. Gummi Magg mætir upp á svið.

Eyða Breyta
12:06
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ragnheiður Elíasdóttir, starfsmaður KSÍ, sjá um að draga. Fyrst verður dregið heimalið, svo kemur fulltrúi þess liðs á svið og dregur andstæðing. Þá byrjar þetta.

Eyða Breyta
12:05
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, tekur til máls og þá fer drátturinn að hefjast.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
11:54
Willum mættur í hús
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, er mættur í hús. Ég ætla að giska á að hann sé að fara að draga. Willum er fyrrum fótboltaþjálfari eins og flestir fótboltaaðdáendur ættu að kannast við.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
11:51
Algjör veisla
Við erum mættir í höfuðstöðvar KSÍ og hér var tekið vel á móti okkur. Flottar veitingar og mikil veisla.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
11:03
ÍH úr 3. deild komið þetta langt
3. deildarliðið ÍH verður í pottinum í dag þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Liðið vann Hafnir, sem leikur í 5. deild, 4-2 í Skessunni í gær.

ÍH var komið í 2-0 eftir tólf mínútna leik, Hafnir minnkuðu muninn en Hafnarfjarðarliðið skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik náðu Hafnir að minnka muninn en komust ekki lengra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Páll Pálmason er þjálfari ÍH.

Eyða Breyta
11:02
Hvernig er Sami Kamel í Lengjudeildinni?
Maður hugsaði það í gær þegar hann fór illa með Breiðablik. Verður líklega svindlkall í Lengjudeildinni í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð




Eyða Breyta
11:00
Víkingur ríkjandi bikarmeistari síðan 2019
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Víkingur vann bikarkeppnina 2019, 2021, 2022 og svo 2023. Keppnin var ekki kláruð 2020 vegna Covid en Víkingur hefur unnið hana fjórum sinnum í röð.

Eyða Breyta
10:57
Liðin í pottinum
Drátturinn er alveg opinn. Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ og hefst athöfnin 12:00. 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla verða leikin 16. og 17. maí.

Besta deildin: Víkingur, Valur, KR, Stjarnan, Vestri, Fram, Fylkir, ÍA, KA, HK.

Lengjudeildin: Keflavík, Fjölnir, Grindavík, Þór, Afturelding.

3. deild: ÍH.

Eyða Breyta
10:56
Góðan og gleðilegan daginn!
Það verður dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins núna í hádeginu. Við verðum að sjálfsögðu í Laugardalnum og drátturinn verður í þráðbeinni textalýsingu hér!

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner