Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 25. apríl 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki og í bikarnum þar sem þú ert annað hvort úr leik eða áfram og ég er bara mjög ánægður að við séum í pottinum þegar dregið verður á morgun.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um tilfininnguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Keflavík sem fyrirfram ætlað ætti að vera auðveld bráð fyrir lið eins og Breiðablik sýndi það og sannaði að hver einasti fótboltaleikur á sitt eigið líf og hið óvænta getur gerst. En hvað var það sem Keflavíkurliðið var að gera vel til að verðskulda þennan sigur?

„Við fyrst og fremst vorum duglegir og lögðum leikinn upp þannig að við myndum reyna að verjast vel og beita skyndisóknum sem að tókst. Við skorum tvö frábær mörk frá Sami og svo var það bara vinnusemi. Leikurinn kannski spilast svolítið eins og við vildum og við fengum frábært framlag frá öllum. “

Mörk Sami Kamel voru glæsileg í meira lagi og verður ekki tekið af dananum að hann er góður í fótbolta. Ekki verra fyrir Harald að vera með svona galdramann í liðinu.

„Sami var flottur fyrir okkur í fyrra og er búinn að æfa vel með okkur í vetur. Hann kom fyrr til landsins heldur en í fyrra og hann mun verða góður fyrir okkur í sumar.“

Að lokum fékk Haraldu klassíska spurningu um óskamótherja í 16 liða úrslitum. Líkt og spurningin var svarið klassíkst.

„Bara heimaleik.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner