Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 25. apríl 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki og í bikarnum þar sem þú ert annað hvort úr leik eða áfram og ég er bara mjög ánægður að við séum í pottinum þegar dregið verður á morgun.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um tilfininnguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Keflavík sem fyrirfram ætlað ætti að vera auðveld bráð fyrir lið eins og Breiðablik sýndi það og sannaði að hver einasti fótboltaleikur á sitt eigið líf og hið óvænta getur gerst. En hvað var það sem Keflavíkurliðið var að gera vel til að verðskulda þennan sigur?

„Við fyrst og fremst vorum duglegir og lögðum leikinn upp þannig að við myndum reyna að verjast vel og beita skyndisóknum sem að tókst. Við skorum tvö frábær mörk frá Sami og svo var það bara vinnusemi. Leikurinn kannski spilast svolítið eins og við vildum og við fengum frábært framlag frá öllum. “

Mörk Sami Kamel voru glæsileg í meira lagi og verður ekki tekið af dananum að hann er góður í fótbolta. Ekki verra fyrir Harald að vera með svona galdramann í liðinu.

„Sami var flottur fyrir okkur í fyrra og er búinn að æfa vel með okkur í vetur. Hann kom fyrr til landsins heldur en í fyrra og hann mun verða góður fyrir okkur í sumar.“

Að lokum fékk Haraldu klassíska spurningu um óskamótherja í 16 liða úrslitum. Líkt og spurningin var svarið klassíkst.

„Bara heimaleik.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner