Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
„Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag.
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   fim 25. apríl 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki og í bikarnum þar sem þú ert annað hvort úr leik eða áfram og ég er bara mjög ánægður að við séum í pottinum þegar dregið verður á morgun.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um tilfininnguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Keflavík sem fyrirfram ætlað ætti að vera auðveld bráð fyrir lið eins og Breiðablik sýndi það og sannaði að hver einasti fótboltaleikur á sitt eigið líf og hið óvænta getur gerst. En hvað var það sem Keflavíkurliðið var að gera vel til að verðskulda þennan sigur?

„Við fyrst og fremst vorum duglegir og lögðum leikinn upp þannig að við myndum reyna að verjast vel og beita skyndisóknum sem að tókst. Við skorum tvö frábær mörk frá Sami og svo var það bara vinnusemi. Leikurinn kannski spilast svolítið eins og við vildum og við fengum frábært framlag frá öllum. “

Mörk Sami Kamel voru glæsileg í meira lagi og verður ekki tekið af dananum að hann er góður í fótbolta. Ekki verra fyrir Harald að vera með svona galdramann í liðinu.

„Sami var flottur fyrir okkur í fyrra og er búinn að æfa vel með okkur í vetur. Hann kom fyrr til landsins heldur en í fyrra og hann mun verða góður fyrir okkur í sumar.“

Að lokum fékk Haraldu klassíska spurningu um óskamótherja í 16 liða úrslitum. Líkt og spurningin var svarið klassíkst.

„Bara heimaleik.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir