Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 25. apríl 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Hún var léttari brúnin á Haraldi eftir leik í kvöld en á meðfylgjandi mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki og í bikarnum þar sem þú ert annað hvort úr leik eða áfram og ég er bara mjög ánægður að við séum í pottinum þegar dregið verður á morgun.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um tilfininnguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á Breiðablik í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Keflavík sem fyrirfram ætlað ætti að vera auðveld bráð fyrir lið eins og Breiðablik sýndi það og sannaði að hver einasti fótboltaleikur á sitt eigið líf og hið óvænta getur gerst. En hvað var það sem Keflavíkurliðið var að gera vel til að verðskulda þennan sigur?

„Við fyrst og fremst vorum duglegir og lögðum leikinn upp þannig að við myndum reyna að verjast vel og beita skyndisóknum sem að tókst. Við skorum tvö frábær mörk frá Sami og svo var það bara vinnusemi. Leikurinn kannski spilast svolítið eins og við vildum og við fengum frábært framlag frá öllum. “

Mörk Sami Kamel voru glæsileg í meira lagi og verður ekki tekið af dananum að hann er góður í fótbolta. Ekki verra fyrir Harald að vera með svona galdramann í liðinu.

„Sami var flottur fyrir okkur í fyrra og er búinn að æfa vel með okkur í vetur. Hann kom fyrr til landsins heldur en í fyrra og hann mun verða góður fyrir okkur í sumar.“

Að lokum fékk Haraldu klassíska spurningu um óskamótherja í 16 liða úrslitum. Líkt og spurningin var svarið klassíkst.

„Bara heimaleik.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner