Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 25. apríl 2024 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara fullkomið andleysi í mínu liði í byrjun leiks. Fyrri hálfleikur var hreinlega með því verra sem við höfum boðið upp á lengi. Ég veit ekki hvort að menn voru með hausinn í einhverjum öðrum leik en þeim sem fór fram hér í kvöld en mér fannst við bara ekki vera viðstaddir.“ Sagði skiljanlega ósáttur þjálfari Breiðabliks Halldór Árnason eftir 2-1 tap hans manna gegn Keflavík í kvöld þar sem Breiðablik féll út úr Mjólkurbikarnum á fyrstu hindrun.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Það er ekki oft sem lið Breiðabliks tapar tveimur leikjum í röð og það var því nokkuð úr karakter að sjá andleysi Blika framan af leik eftir tapið gegn Víkingum. Nokkuð sem hlýtur að hafa pirrað Halldór?

„Að sjálfsögðu, það mæta allir til leiks til þess að gera sitt besta og ætla að ná góðum úrslitum. Af einhverjum ástæðum hvort sem það er okkar þjálfaranna eða innri mótivering leikmanna þá klikkar eitthvað í undirbúningi fyrir þennan leik því þetta var ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki.“

Halldór reyndi sitt til að hrista upp í liði sínu og gerði meðal annars fjórfalda skiptingu í hálfleik. Þar kom meðal annars Kristófer Ingi Kristinnsson inn á og skoraði gott mark en neyddist til að fara af velli strax í kjölfarið vegna meiðsla.

„Hann fékk eitthvað aftan í læri og við verðum að sjá hvað er og hversu alvarlegt það er. Auðvitað vont að missa Kristófer sem kom með ágætis kraft inní þetta eins og reyndar liðið sem kom betra út í seinni hálfleikinn. Og vont að ná ekki að nota meðbyrinn í byrjun seinni til að jafna í stað þess að lenda 2-0 undir sem gerði stöðuna erfiðari. “

Sagði Halldór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner