Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 25. apríl 2024 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara fullkomið andleysi í mínu liði í byrjun leiks. Fyrri hálfleikur var hreinlega með því verra sem við höfum boðið upp á lengi. Ég veit ekki hvort að menn voru með hausinn í einhverjum öðrum leik en þeim sem fór fram hér í kvöld en mér fannst við bara ekki vera viðstaddir.“ Sagði skiljanlega ósáttur þjálfari Breiðabliks Halldór Árnason eftir 2-1 tap hans manna gegn Keflavík í kvöld þar sem Breiðablik féll út úr Mjólkurbikarnum á fyrstu hindrun.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Það er ekki oft sem lið Breiðabliks tapar tveimur leikjum í röð og það var því nokkuð úr karakter að sjá andleysi Blika framan af leik eftir tapið gegn Víkingum. Nokkuð sem hlýtur að hafa pirrað Halldór?

„Að sjálfsögðu, það mæta allir til leiks til þess að gera sitt besta og ætla að ná góðum úrslitum. Af einhverjum ástæðum hvort sem það er okkar þjálfaranna eða innri mótivering leikmanna þá klikkar eitthvað í undirbúningi fyrir þennan leik því þetta var ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki.“

Halldór reyndi sitt til að hrista upp í liði sínu og gerði meðal annars fjórfalda skiptingu í hálfleik. Þar kom meðal annars Kristófer Ingi Kristinnsson inn á og skoraði gott mark en neyddist til að fara af velli strax í kjölfarið vegna meiðsla.

„Hann fékk eitthvað aftan í læri og við verðum að sjá hvað er og hversu alvarlegt það er. Auðvitað vont að missa Kristófer sem kom með ágætis kraft inní þetta eins og reyndar liðið sem kom betra út í seinni hálfleikinn. Og vont að ná ekki að nota meðbyrinn í byrjun seinni til að jafna í stað þess að lenda 2-0 undir sem gerði stöðuna erfiðari. “

Sagði Halldór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner