Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 25. apríl 2024 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara fullkomið andleysi í mínu liði í byrjun leiks. Fyrri hálfleikur var hreinlega með því verra sem við höfum boðið upp á lengi. Ég veit ekki hvort að menn voru með hausinn í einhverjum öðrum leik en þeim sem fór fram hér í kvöld en mér fannst við bara ekki vera viðstaddir.“ Sagði skiljanlega ósáttur þjálfari Breiðabliks Halldór Árnason eftir 2-1 tap hans manna gegn Keflavík í kvöld þar sem Breiðablik féll út úr Mjólkurbikarnum á fyrstu hindrun.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Það er ekki oft sem lið Breiðabliks tapar tveimur leikjum í röð og það var því nokkuð úr karakter að sjá andleysi Blika framan af leik eftir tapið gegn Víkingum. Nokkuð sem hlýtur að hafa pirrað Halldór?

„Að sjálfsögðu, það mæta allir til leiks til þess að gera sitt besta og ætla að ná góðum úrslitum. Af einhverjum ástæðum hvort sem það er okkar þjálfaranna eða innri mótivering leikmanna þá klikkar eitthvað í undirbúningi fyrir þennan leik því þetta var ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki.“

Halldór reyndi sitt til að hrista upp í liði sínu og gerði meðal annars fjórfalda skiptingu í hálfleik. Þar kom meðal annars Kristófer Ingi Kristinnsson inn á og skoraði gott mark en neyddist til að fara af velli strax í kjölfarið vegna meiðsla.

„Hann fékk eitthvað aftan í læri og við verðum að sjá hvað er og hversu alvarlegt það er. Auðvitað vont að missa Kristófer sem kom með ágætis kraft inní þetta eins og reyndar liðið sem kom betra út í seinni hálfleikinn. Og vont að ná ekki að nota meðbyrinn í byrjun seinni til að jafna í stað þess að lenda 2-0 undir sem gerði stöðuna erfiðari. “

Sagði Halldór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner