Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   fim 25. apríl 2024 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara fullkomið andleysi í mínu liði í byrjun leiks. Fyrri hálfleikur var hreinlega með því verra sem við höfum boðið upp á lengi. Ég veit ekki hvort að menn voru með hausinn í einhverjum öðrum leik en þeim sem fór fram hér í kvöld en mér fannst við bara ekki vera viðstaddir.“ Sagði skiljanlega ósáttur þjálfari Breiðabliks Halldór Árnason eftir 2-1 tap hans manna gegn Keflavík í kvöld þar sem Breiðablik féll út úr Mjólkurbikarnum á fyrstu hindrun.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Það er ekki oft sem lið Breiðabliks tapar tveimur leikjum í röð og það var því nokkuð úr karakter að sjá andleysi Blika framan af leik eftir tapið gegn Víkingum. Nokkuð sem hlýtur að hafa pirrað Halldór?

„Að sjálfsögðu, það mæta allir til leiks til þess að gera sitt besta og ætla að ná góðum úrslitum. Af einhverjum ástæðum hvort sem það er okkar þjálfaranna eða innri mótivering leikmanna þá klikkar eitthvað í undirbúningi fyrir þennan leik því þetta var ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki.“

Halldór reyndi sitt til að hrista upp í liði sínu og gerði meðal annars fjórfalda skiptingu í hálfleik. Þar kom meðal annars Kristófer Ingi Kristinnsson inn á og skoraði gott mark en neyddist til að fara af velli strax í kjölfarið vegna meiðsla.

„Hann fékk eitthvað aftan í læri og við verðum að sjá hvað er og hversu alvarlegt það er. Auðvitað vont að missa Kristófer sem kom með ágætis kraft inní þetta eins og reyndar liðið sem kom betra út í seinni hálfleikinn. Og vont að ná ekki að nota meðbyrinn í byrjun seinni til að jafna í stað þess að lenda 2-0 undir sem gerði stöðuna erfiðari. “

Sagði Halldór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir