Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fim 25. apríl 2024 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara fullkomið andleysi í mínu liði í byrjun leiks. Fyrri hálfleikur var hreinlega með því verra sem við höfum boðið upp á lengi. Ég veit ekki hvort að menn voru með hausinn í einhverjum öðrum leik en þeim sem fór fram hér í kvöld en mér fannst við bara ekki vera viðstaddir.“ Sagði skiljanlega ósáttur þjálfari Breiðabliks Halldór Árnason eftir 2-1 tap hans manna gegn Keflavík í kvöld þar sem Breiðablik féll út úr Mjólkurbikarnum á fyrstu hindrun.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Það er ekki oft sem lið Breiðabliks tapar tveimur leikjum í röð og það var því nokkuð úr karakter að sjá andleysi Blika framan af leik eftir tapið gegn Víkingum. Nokkuð sem hlýtur að hafa pirrað Halldór?

„Að sjálfsögðu, það mæta allir til leiks til þess að gera sitt besta og ætla að ná góðum úrslitum. Af einhverjum ástæðum hvort sem það er okkar þjálfaranna eða innri mótivering leikmanna þá klikkar eitthvað í undirbúningi fyrir þennan leik því þetta var ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki.“

Halldór reyndi sitt til að hrista upp í liði sínu og gerði meðal annars fjórfalda skiptingu í hálfleik. Þar kom meðal annars Kristófer Ingi Kristinnsson inn á og skoraði gott mark en neyddist til að fara af velli strax í kjölfarið vegna meiðsla.

„Hann fékk eitthvað aftan í læri og við verðum að sjá hvað er og hversu alvarlegt það er. Auðvitað vont að missa Kristófer sem kom með ágætis kraft inní þetta eins og reyndar liðið sem kom betra út í seinni hálfleikinn. Og vont að ná ekki að nota meðbyrinn í byrjun seinni til að jafna í stað þess að lenda 2-0 undir sem gerði stöðuna erfiðari. “

Sagði Halldór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner