Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 26. apríl 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Ýr Zomers spáir í 2. umferð Bestu deildar kvenna
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Vil sjá Emmu Steinsen setja eitt'
'Vil sjá Emmu Steinsen setja eitt'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Helena Ólafsdóttir, sem stýrir Bestu deildar mörkunum á Stöð 2 Sport, var með þrjá rétta þegar hún spáði í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Deildin heldur áfram um helgina og er heil umferð á morgun. Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers - sem hefur verið að gera frábærlega í belgíska boltanum - spáir í leikina sem er framundan.

Keflavik 0 - 2 Stjarnan (14:00 á morgun)
Stjarnan mætir með það markmið að bæta upp fyrir síðustu umferð. Keflavík gefa þeim hörkuleik en Stjarnan tekur þetta 0-2. Andrea Mist setur eitt.

Þróttur 0 - 2 Valur (14:00 á morgun)
Alltaf erfitt að mæta Þrótti á þeirra heimavelli. En Valur með alla þessa hrikalega góðu leikmenn mætir og tekur þrjú stig. Held og vona að við fáum að sjá rosaleg mörk frá Amöndu og Fanndísi!

FH 2 - 2 Þór/KA (16:15 á morgun)
Úff held að þetta verði hörkuleikur og erfitt að spá hvernig fer. Verður mjög jafn leikur og ég spái 2-2 jafntefli. Sandra Jessen heldur áfram að delivera fyrir sínar konur og svo vonast ég eftir að sjá alvöru comeback í FH hjá Helenu Ósk með einu marki fyrir FH.

Breiðablik 4 - 1 Tindastóll (16:15 á morgun)
Breiðablik með góðan sigur í fyrstu umferð og mæta með sjálfstraust í þennan leik! Held að þær verði ekki í neinum vandræðum og vinni þetta örugglega 4-1.

Víkingur R. 3 - 0 Fylkir (16:15 á morgun)
Víkingar virðast vera óstöðvandi og með óbilandi trú á sér sem er geggjað! Ég held þær haldi því áfram og vinni Fylki 3-0. Vil sjá Emmu Steinsen setja eitt!

Fyrri spámenn:
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner