Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 25. apríl 2024 17:37
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikarinn: Daníel kom KA til bjargar - Viðar lék 66 mínútur
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 1 ÍR
1-0 Harley Willard ('47 )
1-1 Bergvin Fannar Helgason ('90 )
2-1 Daníel Hafsteinsson ('119 )
Lestu um leikinn

KA náði naumlega að komast í gegnum ÍR þegar liðin mættust i 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í dag. ÍR jafnaði í uppbótartíma venjulegs leiktíma og farið í framlengingu.

Þar var Daníel Hafsteinsson hetja Bestu deildar liðsins gegn Lengjudeildarliðinu. Hann skoraði sigurmarkið á 119. mínútu.

„VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Daníel fær boltann á miðjum vallarhelmingi ÍR og keyrir í átt að marki. Það er ekkert að frétta við vítateig ÍR þannig að hann bara gjörsamlega HAMRAR boltann í slá og inn. GJÖRSAMLEGA ÓVERJANDI!" skrifaði Daníel Smári Magnússon sem textalýsti leiknum.

Þess má geta að Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir KA og lék alls í 66 mínútur.

KA verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner