Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 25. apríl 2024 22:18
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg nefnir tvo leikmenn Breiðabliks sem „þurfa að líta í spegil“
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benjamin Stokke.
Benjamin Stokke.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap gegn Lengjudeildarliði Keflavíkur í kvöld. Blikar voru langt frá sínu besta og talaði Halldór Árnason þjálfari um andleysi í sínu liði.

Óánægja Halldórs sást vel þegar hann gerði fjórfalda skiptingu í hálfleik.

Hörður Magnússon lýsti leiknum og var í bikarkvöldi á RÚV þar sem hann nefndi tvo leikmenn Breiðabliks sem áttu vont kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

„Það eru nokkrir leikmenn sem þurfa að líta í spegil eftir þennan leik. Það var átakanlegt að sjá Ísak Snæ Þorvaldsson í þessum fyrri hálfleik, (Benjamin) Stokke í framlínunni. Svo ég nefni þessa tvo, frammistaða þeirra var ekki boðleg fyrir Breiðablik," segir Hörður.

Jóhannes Karl Guðjónson aðstoðarlandsliðsþjálfari var einnig í þættinum en honum þótti uppstilling Breiðabliks skrítin.

„Báðir þjálfarar töluðu um það í viðtölum að Breiðablik yrði meira með boltann, voru meðvitaðir um það. Af hverju er þá Viktor Örn Margeirsson í hægri bakverði? Mér fannst engin þörf á því að hafa þrjá miðverði í öftustu línu. Þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn breyttist leikurinn gríðarlega mikið," segir Jóhannes.
Athugasemdir
banner
banner