Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Aldís gerði nýjan samning við FH út 2026
Aldís á landsliðsæfingu í október.
Aldís á landsliðsæfingu í október.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Aldís Guðlaugsdóttir hefur gert nýjan samning við FH sem gildir út árið 2026.

Aldís, sem er 19 ára, var í fyrrasumar einn besti markvörður Bestu deildarinnar. Hún var að leika sitt fyrsta tímabil í deildinni og stóð sig mjög vel. Hún var valin í íslenska landsliðshópinn- í haust.

Síðar á árinu mun Aldís fara í háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún mun stunda nám við SMU í Texas ásamt því að spila fótbolta með háskólaliðinu.

Herdís Halla Guðbjartsdóttir, annar mjög efnilegur markvörður, lék með FH seinni hlutann á tímabilinu í fyrra á láni frá Breiðabliki og er áfram hjá félaginu. Hún byrjaði fyrsta leik Bestu-deildarinnar gegn Tindastóli.


Athugasemdir
banner
banner
banner