Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. apríl 2024 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Everton vann Merseyside slaginn - Man Utd kom til baka gegn Sheffield
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool er í erfiðri stöðu í titilbaráttunni eftir tap í grannslagnum á Goodison Park í kvöld.


Everton fékk vítaspyrnu þegar Alisson braut á Dominic Calvert-Lewin en eftir að VAR skoðaði atvikið var rangstaða dæmd og vítaspyrnan tekin til baka.

Everton náði hins vegar forystunni áður en flautað var til loka venjulegs leiktíma þegar Jarrad Branthwaite setti boltann í netið af stuttu færi.

Calvert-Lewin bætti öðru markinu við þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum.

Luis Diaz var nálægt því að minnka muninn fyrir Liverpool en skot hans fór í stöngina. Þá fékk Salah gott færi eftir sendingu frá Alexander-Arnold en skot hans yfir markið. Nær komst Liverpool og er liðið nú þremur stigum á eftir Arsenal og stigi á undan Man City sem á tvo leiki til góða.

Man Utd lenti í vandræðum gegn botnliði Sheffield United á Old Trafford.

Jayden Bogle kom Sheffield þegar hann komst inn í slæma sendingu frá Andre Onana. Harry Maguire náði að jafna metin áður en Ben Brereton Diaz endurheimti forystu Sheffield.

Þá hófst endurkoma United. Liðið fékk vítaspyrnu en Michael Salisbury dómari leiksins var full fljótur á sér þar sem Diogo Dalot kom boltanum í netið eftir að hann hafði dæmt vítið. Bruno Fernandes steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Bruno kom liðinu síðan yfir áður en hann lagði upp síðasta mark leiksins á Rasmus Hojlund.

Crystal Palace vann sterkan sigur á Newcastle og Bournemouth lagði Wolves þar sem tvö mörk voru tekin af Úlfunum, það síðara á síðustu sekúndum leiksins.

Manchester Utd 4 - 2 Sheffield Utd
0-1 Jayden Bogle ('35 )
1-1 Harry Maguire ('42 )
1-2 Ben Brereton ('50 )
2-2 Bruno Fernandes ('61 , víti)
3-2 Bruno Fernandes ('81 )
4-2 Rasmus Hojlund ('85 )

Crystal Palace 2 - 0 Newcastle
1-0 Jean-Philippe Mateta ('55 )
2-0 Jean-Philippe Mateta ('88 )

Everton 2 - 0 Liverpool
1-0 Jarrad Branthwaite ('27 )
2-0 Dominic Calvert-Lewin ('58 )

Wolves 0 - 1 Bournemouth
0-1 Antoine Semenyo ('37 )
Rautt spjald: Milos Kerkez, Bournemouth ('79)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner