Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 25. apríl 2024 19:14
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Hallgrímur kallaði eftir samstöðu í krefjandi verkefni sem að biði nú KA.
Hallgrímur kallaði eftir samstöðu í krefjandi verkefni sem að biði nú KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var bara mjög gott. Mikill léttir,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, þegar hann var spurður út í stórglæsilegt sigurmark Daníels Hafsteinssonar á Greifavellinum í dag. KA vann dramatískan 2-1 sigur á Lengjudeildarliði ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og verður því í pottinum á morgun.

„Fengum mark á okkur í lokin, eins og í síðasta leik og sýndum bara jákvæðni og trú að halda áfram og ætli þetta sé ekki mark ársins hjá Danna, þannig að það var bara mjög gott.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 ÍR

KA hafa nú fengið á sig mörk í uppbótartíma í síðustu tveimur leikjum. Fara KA í einhvers konar andlega læsingu í lok leikja?

„Já, það getur bara vel verið. Undirbúningstímabilið gekk rosalega vel og gekk vel í fyrra, en svo lendum við í því núna að við fáum á okkur mark á leiðinlegum tímapunktum og svona erfið mörk, sem að áttu kannski ekki að vera lögleg. Það er bara eðlilegt að það setjist aðeins í og við fáum aftur á okkur mark eftir 90. mínútu í dag - ÍR-ingar gerðu bara vel.''

Hann bætti svo við: „En að koma til baka og klára leikinn er jákvætt og það gefur okkur eitthvað. Oft bara fara nokkur kíló af öxlunum þegar maður klárar svona leiki.''

Umræðan í kringum KA hefur verið neikvæð og þung. Hvernig líst Hallgrími á prógrammið framundan? Þar bíða Víkingur, KR og Valur í næstu þremur leikjum.

„Búið að vera smá þungt og okkur finnst við ekki vera með þau stig sem að við eigum skilið miðað við frammistöðurnar. Frammistaðan í síðasta leik á móti Vestra var ekki nógu góð og við töpum í lokin, en það er bara þannig. Við erum búnir að ganga í gegnum ansi mikið og skemmtilegt á síðustu tveimur árum og núna kemur alvöru verkefni - við byrjum aðeins þungt og þá bara reynir á að við stöndum saman og gerum þetta saman. Við stöndum saman sem lið; fólkið í bænum, þjálfararnir og strákarnir,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner