Þorlákur Breki Baxter hefur verið lánaður í Selfoss frá Stjörnunni. Hann mun því spila að minnsta kosti fyrri hluta tímabilsins með Selfossi í 2. deild.
Hann er nítján ára framherji sem skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna fyrir tímabilið.
Hann var í byrjunarliði Stjörnunnar gegn Augnabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld og skoraði fyrra mark liðsins. „Boltinn dettur fyrir Þorlák í teignum og hamrar hann boltanum í samskeytin, almennileg afgreiðsla! Hans fyrsta mark fyrir Stjörnuna!" skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Hann er nítján ára framherji sem skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna fyrir tímabilið.
Hann var í byrjunarliði Stjörnunnar gegn Augnabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld og skoraði fyrra mark liðsins. „Boltinn dettur fyrir Þorlák í teignum og hamrar hann boltanum í samskeytin, almennileg afgreiðsla! Hans fyrsta mark fyrir Stjörnuna!" skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Lestu um leikinn: Augnablik 1 - 2 Stjarnan
Hann lék með Selfossi síðasta sumar og fór svo til Lecce á Ítalíu en sú dvöl var ekki löng.
Breki er uppalinn í Hetti en skipti í Selfoss fyrir tímabilið 2021. Hann á að baki 66 KSÍ leiki og hefur skorað níu mörk. Hann á að baki fimm leiki fyrir unglingalandsliðin.
Tímabilið 2023 skoraði Breki þrjú mörk í sextán leikjum með Selfossi í Lengjudeildinni.
Athugasemdir