Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 24. apríl 2024 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp baðst afsökunnar - „Bjóst ekki við þessari frammistöðu"
Mynd: EPA

Jurgen Klopp stjóri Liverpool var vonsvikinn með frammistöðu liðsins eftir 2-0 tap gegn Everton á Goodison Park í kvöld.


Liverpool hefur verið í harðri titilbaráttu á þessari leiktíð en tapið í kvöld þýðir að liðið er farið að dragast aftur úr í baráttunni.

„Ég er mjög svekktur. Við leyfðum því að gerast að þetta varð að leik sem Everton vildi. Tvö mörk eftir föst leikatriði, þeir eru mjög sterkir en við bjuggum til mörg færi en skoruðum ekki. Við vorum tilfinningaríkir og að flýta okkur í seinni, ekki nógu skýrir," sagði Klopp.

„Ég bjóst ekki við þssari frammistöðu. Við erum ekki á okkar besta stað en við verðum að berjast í gegnum það. Ég get aðeins beðið alla afsökunnar, þetta er erfitt fyrir okkur en ég veit að þetta er sérstaklega erfitt fyrir fólkið okkar. Við áttum að gera betur en við gerðum það ekki og þess vegna töpuðum við."


Athugasemdir
banner
banner
banner