fim 25.apr 2024 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir |
|
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 10. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í tíunda sæti í spáni eru Njarðvíkingar.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
10. Njarðvík
Síðasta sumar var ansi athyglisvert hjá Njarðvík. Það byrjaði illa og voru þjálfaraskipti gerð frekar snemma. Arnar Hallsson var látinn fara og kom Gunnar Heiðar Þorvaldsson inn í hans stað. Innkoma Gunnars lyfti liðinu upp og þeir grænu fóru að vinna leiki. En undir lokin hallaði aftur aðeins undan fæti og voru Njarðvíkingar að lokum heppnir að falla ekki í lokaumferðinni. Ef þeir hefðu fengið á sig eitt mark í viðbót í 4-0 tapi gegn Fjölni í lokaumferðinni, þá hefðu þeir fallið niður í 2. deild. „Mér líður mjög skringilega ef ég á að segja alveg eins og er. Ég á mjög erfitt með að fagna þessu tapi," sagði Gunnar Heiðar eftir leikinn gegn Fjölni en Njarðvíkingar fögnuðu þar sem þeir tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Þeim er spáð tíunda sæti en þeir ætla eflaust að gera betur en síðasta sumar.
Þjálfarinn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við Njarðvík á miðju síðasta tímabili og kom hann inn með jákvæðni og ferskleika. Hann lyfti þessu upp. Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði hann með Halmstads BK, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg FB, Reading, Fredrikstad FK, IFK Norrköping, Konyaspor og BK Hacken. Gunnar Heiðar lék 24 A landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Hans fyrsta þjálfarastarf var með KFS í Vestmannaeyjum og náði hann þar virkilega flottum árangri, en svo stýrði hann Vestra í Lengjudeildinni sumarið 2022. Hann er núna á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með Njarðvík.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Baldvin Már Borgarsson.
Styrkleikar: Gunnar Heiðar er öflugur þjálfari að fara inn í heilt tímabil með liðið en ekki bara koma inn til að slökkva elda, það gæti verið ákveðinn styrkur fyrir Njarðvíkinga, einnig er kjarni leikmannahópsins svipaður og eru Njarðvíkingar að reyna að byggja ofan á þann grunn. Heimavöllurinn er líka alltaf öflugur fyrir Njarðvíkinga, fínn grasvöllur þar sem lognið ferðast vanalega hraðar en annarsstaðar, þeir þekkja vel inn á sitt vígi.
Veikleikar: Njarðvík missti sinn helsta markaskorara frá því í fyrra í Rafa Victor ásamt leiðtoganum Marc McAusland, það eru tvö stór skörð að fylla, Njarðvík sótti markaskorara frá Færeyjum en hann er farinn líka, á eftir að sjá hverjir ætla að skora mörkin fyrir Njarðvík með Oumari Diouck.
Lykilmenn:
Aron Snær Friðriksson - Aron Snær er reyndur efstu deildar markvörður sem mér finnst hreinlega ekki eiga heima í Lengjudeild, hann þarf að eiga gott tímabil til að hjálpa Njarðvíkingum og er hann algjör lykilmaður fyrir þá.
Oumar Diouck - Oumar er virkilega leikinn og skemmtilegur sóknarmaður, fáir betri í deildinni í að koma sér yfir á hægri fótinn og krulla boltann í samskeytin fjær, ef hann er upp á sitt besta eru stuðningsmenn Njarðvíkinga “in for a treat” eins og maður segir á vondri íslensku.
Kenneth Hogg - Kenny hefur verið hjá Njarðvík í nokkur ár og hjálpað liðinu með sinn stíganda sem félag, hann er öflugur miðjumaður og getur skilað mörkum og stoðsendingum.
Fylgist með: Amin Cosic, ungur og bráðefnilegur sóknarmaður sem kom til Njarðvíkinga frá HK, hefur raðað inn mörkum í öllum yngri flokkum og verður spennandi að sjá hann undir stjórn markamaskínunnar Gunnars Heiðars.
Komnir:
Aron Snær Friðriksson frá KR
Breki Þór Hermannsson frá ÍA (á láni)
Dominik Radic frá Króatíu
Slavi Kosov frá Búlgaríu
Björn Aron Björnsson frá Víði Garði
Amin Cosic frá HK
Erlendur Guðnason frá KA
Farnir:
Alex Bergmann Arnarsson í Gróttu
Eiður Orri Ragnarsson í KFA
Oliver James Kelaart Torres í Hauka
Marc McAusland í ÍR
Rafael Victor í Þór
Robert Blakala í Selfoss
Kristófer Snær Jóhannsson til Molde
Luqman Hakim til Kortrijk (var á láni)
Tómas Þórisson til Víkings R. (var á láni)
Walid Birrou Essafi til Gíbraltar
Dómur Badda fyrir gluggann: 5
Margir erlendir leikmenn komnir sem eru spurningamerki en of sterkir leikmenn farnir fyrir minn smekk til þess að gefa þeim eitthvað meira en fimmu.
Fyrstu þrír leikir Njarðvíkur:
3. maí, Leiknir R. - Njarðvík (Domusnovavöllurinn)
9. maí, Njarðvík - Dalvík/Reynir (Rafholtsvöllurinn)
18. maí, Þróttur R. - Njarðvík (AVIS völlurinn)
Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli sjöunda sæti og í versta falli tólfta sæti.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
10. Njarðvík
Síðasta sumar var ansi athyglisvert hjá Njarðvík. Það byrjaði illa og voru þjálfaraskipti gerð frekar snemma. Arnar Hallsson var látinn fara og kom Gunnar Heiðar Þorvaldsson inn í hans stað. Innkoma Gunnars lyfti liðinu upp og þeir grænu fóru að vinna leiki. En undir lokin hallaði aftur aðeins undan fæti og voru Njarðvíkingar að lokum heppnir að falla ekki í lokaumferðinni. Ef þeir hefðu fengið á sig eitt mark í viðbót í 4-0 tapi gegn Fjölni í lokaumferðinni, þá hefðu þeir fallið niður í 2. deild. „Mér líður mjög skringilega ef ég á að segja alveg eins og er. Ég á mjög erfitt með að fagna þessu tapi," sagði Gunnar Heiðar eftir leikinn gegn Fjölni en Njarðvíkingar fögnuðu þar sem þeir tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Þeim er spáð tíunda sæti en þeir ætla eflaust að gera betur en síðasta sumar.
Þjálfarinn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við Njarðvík á miðju síðasta tímabili og kom hann inn með jákvæðni og ferskleika. Hann lyfti þessu upp. Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði hann með Halmstads BK, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg FB, Reading, Fredrikstad FK, IFK Norrköping, Konyaspor og BK Hacken. Gunnar Heiðar lék 24 A landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim fimm mörk. Hans fyrsta þjálfarastarf var með KFS í Vestmannaeyjum og náði hann þar virkilega flottum árangri, en svo stýrði hann Vestra í Lengjudeildinni sumarið 2022. Hann er núna á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með Njarðvík.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson.
Styrkleikar: Gunnar Heiðar er öflugur þjálfari að fara inn í heilt tímabil með liðið en ekki bara koma inn til að slökkva elda, það gæti verið ákveðinn styrkur fyrir Njarðvíkinga, einnig er kjarni leikmannahópsins svipaður og eru Njarðvíkingar að reyna að byggja ofan á þann grunn. Heimavöllurinn er líka alltaf öflugur fyrir Njarðvíkinga, fínn grasvöllur þar sem lognið ferðast vanalega hraðar en annarsstaðar, þeir þekkja vel inn á sitt vígi.
Veikleikar: Njarðvík missti sinn helsta markaskorara frá því í fyrra í Rafa Victor ásamt leiðtoganum Marc McAusland, það eru tvö stór skörð að fylla, Njarðvík sótti markaskorara frá Færeyjum en hann er farinn líka, á eftir að sjá hverjir ætla að skora mörkin fyrir Njarðvík með Oumari Diouck.
Lykilmenn:
Aron Snær Friðriksson - Aron Snær er reyndur efstu deildar markvörður sem mér finnst hreinlega ekki eiga heima í Lengjudeild, hann þarf að eiga gott tímabil til að hjálpa Njarðvíkingum og er hann algjör lykilmaður fyrir þá.
Oumar Diouck - Oumar er virkilega leikinn og skemmtilegur sóknarmaður, fáir betri í deildinni í að koma sér yfir á hægri fótinn og krulla boltann í samskeytin fjær, ef hann er upp á sitt besta eru stuðningsmenn Njarðvíkinga “in for a treat” eins og maður segir á vondri íslensku.
Kenneth Hogg - Kenny hefur verið hjá Njarðvík í nokkur ár og hjálpað liðinu með sinn stíganda sem félag, hann er öflugur miðjumaður og getur skilað mörkum og stoðsendingum.
Fylgist með: Amin Cosic, ungur og bráðefnilegur sóknarmaður sem kom til Njarðvíkinga frá HK, hefur raðað inn mörkum í öllum yngri flokkum og verður spennandi að sjá hann undir stjórn markamaskínunnar Gunnars Heiðars.
Komnir:
Aron Snær Friðriksson frá KR
Breki Þór Hermannsson frá ÍA (á láni)
Dominik Radic frá Króatíu
Slavi Kosov frá Búlgaríu
Björn Aron Björnsson frá Víði Garði
Amin Cosic frá HK
Erlendur Guðnason frá KA
Farnir:
Alex Bergmann Arnarsson í Gróttu
Eiður Orri Ragnarsson í KFA
Oliver James Kelaart Torres í Hauka
Marc McAusland í ÍR
Rafael Victor í Þór
Robert Blakala í Selfoss
Kristófer Snær Jóhannsson til Molde
Luqman Hakim til Kortrijk (var á láni)
Tómas Þórisson til Víkings R. (var á láni)
Walid Birrou Essafi til Gíbraltar
Dómur Badda fyrir gluggann: 5
Margir erlendir leikmenn komnir sem eru spurningamerki en of sterkir leikmenn farnir fyrir minn smekk til þess að gefa þeim eitthvað meira en fimmu.
Fyrstu þrír leikir Njarðvíkur:
3. maí, Leiknir R. - Njarðvík (Domusnovavöllurinn)
9. maí, Njarðvík - Dalvík/Reynir (Rafholtsvöllurinn)
18. maí, Þróttur R. - Njarðvík (AVIS völlurinn)
Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli sjöunda sæti og í versta falli tólfta sæti.