Keflavík 2 - 1 Breiðablik
1-0 Sami Kamel ('13 )
2-0 Sami Kamel ('59 )
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('75 )
Lestu um leikinn
1-0 Sami Kamel ('13 )
2-0 Sami Kamel ('59 )
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('75 )
Lestu um leikinn
Lengjudeildarliðið Keflavík hirti síðasta lausa sætið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Keflvíkingar unnu afar öflugan sigur á Breiðabliki þar sem miðjumaðurinn Sami Kamel fór á kostum.
Kamel skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og bætti svo öðru marki við í seinni hálfleik með laglegri spyrnu.
Keflvíkingar voru svo rændir þriðja markinu. Dagur Ingi Valsson slapp í gegn eftir frábæra sendingu Kamel og skoraði en ranglega var flögguð rangstaða. Dagur fékk gult spjald fyrir að klára færið.
Blikar voru slakir í þessum leik í kvöld og óánægja Halldórs Árnasonar þjálfara liðsins sást vel þegar hann gerði fjórfalda skiptingu í hálfleik.
Kristófer Ingi Kristinsson var einn af þeim sem kom inn í hálfleik en hann minnkaði muninn í 2-1 á 75. mínútu. Kristinn Steindórsson komst nálægt því að jafna fimm mínútum síðar þegar hann skaut í þverslána.
Þrátt fyrir nokkuð þunga pressu undir lokin fann Breiðablik ekki jöfnunarmarkið og 2-1 sigur Keflavíkur urðu lokatölurnar. Gríðarleg vonbrigði fyrir Kópavogsliðið.
Jahá! Sami Kamel afgreiðir þessa aukaspyrnu líka svo lystilega í markið. Algjörlega óverjandi og Keflvíkingar eru komnir yfir! ? pic.twitter.com/WKi5fHYLQD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
Sami Kamel takk fyrir og góðan daginn! Tvö glæsimörk gegn Blikum, hér sjáum við það seinna ???????? pic.twitter.com/u5AUCDZa8g
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
Kristófer Ingi Kristinsson var nýbúinn að biðja um skiptingu þegar hann svo bara skoraði með þessu laglega skoti. Blikar minnka muninn og enn er tími til stefnu! pic.twitter.com/OiCYMjBTIG
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
Athugasemdir