Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 25. apríl 2024 21:09
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikarinn: Kamel skaut Blikum út úr bikarnum
Sami Kamel skoraði tvívegis í kvöld.
Sami Kamel skoraði tvívegis í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 2 - 1 Breiðablik
1-0 Sami Kamel ('13 )
2-0 Sami Kamel ('59 )
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('75 )
Lestu um leikinn

Lengjudeildarliðið Keflavík hirti síðasta lausa sætið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Keflvíkingar unnu afar öflugan sigur á Breiðabliki þar sem miðjumaðurinn Sami Kamel fór á kostum.

Kamel skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og bætti svo öðru marki við í seinni hálfleik með laglegri spyrnu.

Keflvíkingar voru svo rændir þriðja markinu. Dagur Ingi Valsson slapp í gegn eftir frábæra sendingu Kamel og skoraði en ranglega var flögguð rangstaða. Dagur fékk gult spjald fyrir að klára færið.

Blikar voru slakir í þessum leik í kvöld og óánægja Halldórs Árnasonar þjálfara liðsins sást vel þegar hann gerði fjórfalda skiptingu í hálfleik.

Kristófer Ingi Kristinsson var einn af þeim sem kom inn í hálfleik en hann minnkaði muninn í 2-1 á 75. mínútu. Kristinn Steindórsson komst nálægt því að jafna fimm mínútum síðar þegar hann skaut í þverslána.

Þrátt fyrir nokkuð þunga pressu undir lokin fann Breiðablik ekki jöfnunarmarkið og 2-1 sigur Keflavíkur urðu lokatölurnar. Gríðarleg vonbrigði fyrir Kópavogsliðið.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner