Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nefnir nýjan verðmiða á Alberti - England líklegri áfangastaður
Mynd: Getty Images
Ben Jacobs, íþróttafréttamaður og stuðningsmaður Leicester, segir frá því á X reikningi sínum að Tottenham, Juventus og Inter séu að fylgjast með Alberti Guðmundssyni leikmanni Genoa.

Það eru svo sem engin stórtíðindi þar sem þessi þrjú félög hafa oft verið nefnt í sömu andrá og Albert í vetur.

Það sem er merkilegra er verðmiðinn sem Jacobs segir að sé á Alberti. Hann talar um að félag þurfi að greiða 40 milljónir evra eða meira fyrir Albert sem er 10 milljónum meira en talað var um í janúarglugganum. Fiorentina var félagið sem reyndi hvað mest að fá Albert í janúar.

Sagt er frá því að 3 félög í topp 5 deildum Evrópu hafi sent fyrirspurnir varðandi Albert á síðustu 3 vikum. Genoa veit að það verður erfitt að halda Alberti í sumar.

Frá því í janúar hefur Albert haldið áfram að skora, er kominn með 15 mörk á tímabilinu, þar af 13 í deildinni og skoraði auðvitað 4 mörk með landsliðinu í mars. Jacobs segir þá að úrvalsdeildin sé líklegri áfangastaður. Hann nefnir þá að Arne Slot, sem mögulega er að taka við Liverpool, hafi þjálfað Albert hjá AZ Alkmaar í Hollandi og að langafi Alberts og alnafni hafi spilað með Arsenal á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner