Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   mið 24. apríl 2024 23:27
Sölvi Haraldsson
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er auðvitað frábært fyrir mig persónulega að skora tvö mörk í kvöld. En fyrir liðið er það mjög mikilvægt að hafa náð í sigur og vonandi gefur það okkur byr undir báða vængi fyrir næstu deildarleiki.“ sagði hetja HK í kvöld, George Nunn, en hann skoraði bæði mörk HK í kvöld í 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

HK áttu ekki sinn besta leik í kvöld en náðu í sigur sem er það eina sem skiptir máli.

Við vorum ekki á okkar besta. Við getum alveg gert betur en þetta. Við vorum bara allt í lagi. Ekkert lélegir en ekkert mjög góðir, komumst samt áfram sem skiptir máli.“

George Nunn var hetja HK í kvöld en hann skoraði bæði mörk HK í 2-1 sigri. Seinna markið var stórkostlegt.

Í fyrsta markinu féll boltinn skemmtilega fyrir mig og ég hugsaði bara afhverju ekki að skjóta. Ég held líka að hann hafi farið í varnarmann og þaðan í markið. Seinna markið... wow. Það bara tala fyrir sínu.

George bætti svo við „Þetta var tímabært mark. Ég var búinn að skjóta í slána og markmaðurinn varði vel nokkrum sinnum.

George er nýr leikmaður HK en hann segist lítið vera að fara niður í bæ, það er lítið að gera þar miðað við þegar hann bjó í London segir hann. 

Lífið er gott á Íslandi. Ég hef ekkert farið niður í bæ eða eitthvað svoleiðis. Það er ekkert mikið að gera þar miðað við í London. Ég er bara í Kópavogi á æfingum og fer út í búð.“ sagði George Nunn, hetja HK-manna í kvöld, eftir 2-1 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner