Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mið 24. apríl 2024 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Ingi aftur í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Ingi Jónsson er mættur aftur í HK eftir sjö tímabil í burtu. Hann var þriðji markahæsti leikmaður 1. deildar árið 2016 þegar hann lék síðast með liðinu, skoraði þá 13 mörk í 22 leikjum. Hann kemur til HK frá Fjölni þar sem hann hefur verið undanfarin tvö tímabil.

Samningur hans við Fjölni átti að renna út eftir tímabilið 2024. Hann kom inn á sem varamaður þegar Fjölnir lagði Selfoss í bikarnum í gær.

Þegar Hákon gekk í raðir Fjölnis var hann orðaður við HK en valdi frekar að fara í Grafarvoginn. Þar skoraði hann átta mörk í fyrra og ellefu mörk þar áður.

Hákon er 28 ára framherji sem uppalinn er í Fylki og hefur einnig leikið með ÍA og svo HK og Fjölni á sínum ferli.

Alls á hann að baki 309 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað 86 mörk. Á sínum tíma lék hann fjóra leiki fyrir U16 landsliðið.

Hákon Ingi er þriðji leikmaðurinn sem HK fær í dag. Hann er kominn með leikheimild með HK fyrir leik liðsins gegn Vestra um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner