Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   mið 24. apríl 2024 22:11
Þorsteinn Haukur Harðarson
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður varnarlega. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

"Það er skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Við fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel", segir Heimir og bætir við.

"Svo fáum við náttúrulega mark á okkur eftir 3 mínútur eftir hornspyrnu þar sem Hólmar er aleinn og skallar í markið. Við héldum að við værum búnir að fara vel yfir þessi atriði en þetta gaf svolítið tóninn."

FH varð manni færri undir lok leiks þegar Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald fyrir harða tæklingu. Heimir var spurður út í spjaldið. "Eins og þetta er búið að vera í ár er kom ekki á óvart að þetta hafi verið rautt spjald. Í fyrra held ég að þetta hefði verið gult spjald."

Það var nóg að gera hjá FH í félagskiptum á lokadegi gluggans í dag. Haraldur Einar Ásgrímsson var seldur í Fram og Hörður Ingi Gunnarsson fór frá félaginu í skiptum fyrir Bjarna Guðjón Brynjólfsson. Heimir segir ekki frekari tíðinda að vænta úr FH. 

"Nei við erum búnir. Halli vildi fara. Hann var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður að ef menn vilja fara og það fæst rétt verð fyrir þá, þá leyfum við mönnum að fara. Það var eins með Hörð Inga. Þetta er bara staðan og við gerum ekkert meira."

Umræða hefur verið um að Fram hafi þurft að borga dágóðar fjárhæðir fyrir Harald. Heimir vildi ekkert segja til um það. "Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það. Þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því, en ég vona að verðmiðinn hafi verið hár."

Úlfur Ágúst Björnsson hefur ekkert spilað með FH til þessa þar sem hann er við nám erlendis. Heimir reiknar með honum í næsta leik. "Úlfur kemur í fyrramálið og mætir á æfingu á morgun. Hann verður væntanlega í hóp gegn Skaganum á sunnudaginn enda í góðu standi."


Athugasemdir
banner
banner