Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 24. apríl 2024 22:11
Þorsteinn Haukur Harðarson
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður varnarlega. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

"Það er skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Við fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel", segir Heimir og bætir við.

"Svo fáum við náttúrulega mark á okkur eftir 3 mínútur eftir hornspyrnu þar sem Hólmar er aleinn og skallar í markið. Við héldum að við værum búnir að fara vel yfir þessi atriði en þetta gaf svolítið tóninn."

FH varð manni færri undir lok leiks þegar Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald fyrir harða tæklingu. Heimir var spurður út í spjaldið. "Eins og þetta er búið að vera í ár er kom ekki á óvart að þetta hafi verið rautt spjald. Í fyrra held ég að þetta hefði verið gult spjald."

Það var nóg að gera hjá FH í félagskiptum á lokadegi gluggans í dag. Haraldur Einar Ásgrímsson var seldur í Fram og Hörður Ingi Gunnarsson fór frá félaginu í skiptum fyrir Bjarna Guðjón Brynjólfsson. Heimir segir ekki frekari tíðinda að vænta úr FH. 

"Nei við erum búnir. Halli vildi fara. Hann var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður að ef menn vilja fara og það fæst rétt verð fyrir þá, þá leyfum við mönnum að fara. Það var eins með Hörð Inga. Þetta er bara staðan og við gerum ekkert meira."

Umræða hefur verið um að Fram hafi þurft að borga dágóðar fjárhæðir fyrir Harald. Heimir vildi ekkert segja til um það. "Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það. Þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því, en ég vona að verðmiðinn hafi verið hár."

Úlfur Ágúst Björnsson hefur ekkert spilað með FH til þessa þar sem hann er við nám erlendis. Heimir reiknar með honum í næsta leik. "Úlfur kemur í fyrramálið og mætir á æfingu á morgun. Hann verður væntanlega í hóp gegn Skaganum á sunnudaginn enda í góðu standi."


Athugasemdir
banner