Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu 4 - 1 sigur á Víði Garði, Fótbolta.net bikarmeisturunum, í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.
Gestirnir byrjuðu leikinn reyndar betur með algjöru draumamarki sem David Toro Jimenez skoraði fyrir Víði.
„JAAAAAHÉRNAAAHÉÉR!!!!!!! VÍÐIR SKORA FYRIR AFTAN MIÐJU!" skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í textalýsingu leiksins.
„Brotið á Markús Mána og David Toro Jimenez sér Palma Rafn framarlega í marki Víkinga og neglir bara af einhverjum 70 metrum og hann svífur í mark Víkinga! ÞETTA VAR ROSALEGT!!"
Myndband af markinu var að detta inn hjá miðlum RÚV og má sjá hér að neðan.
ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! ???????? @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
Athugasemdir