Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 01. september 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jerome Boateng í Lyon (Staðfest)
Jerome Boateng.
Jerome Boateng.
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng hefur fengið félagaskipti yfir til franska félagsins Lyon.

Boateng var í tíu ár hjá Bayern München en hann yfirgaf þýska stórveldið eftir síðustu leiktíð þegar samningur hans rann út. Hann hefur verið í leit að nýju félagi síðan þá, en hann samdi loksins í gær - á gluggadegi.

Lyon vann kapphlaupið og segir Boateng að franska félagið hafi heillað mest.

„Ég get ekki beðið eftir þessum nýja kafla í minni sögu," sagði hinn 32 ára gamli Boateng.

„Ég fékk önnur tilboð en ég var fljótur að ákveða mig. Ég þakka fólkinu sem fékk mig hingað. Ég hef þekkt þetta félag lengi, ég hef sé þá spila í Meistaradeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner