Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 10. maí 2024 09:08
Elvar Geir Magnússon
Reyndu að telja Óskari hughvarf - Er heimþrá ástæðan?
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Óskar tók við Haugesund í október.
Óskar tók við Haugesund í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christoffer Falkeid, stjórnarformaður Haugesund, vill ekki gefa út ástæðuna fyrir því að Óskar Hrafn Þorvaldsson hafi ákveðið að segja upp starfi sínu sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins.

„Hann verður að fá að svara því sjálfur. Mér finnst ekki rétt að við tjáum okkur um það," segir Falkeid við VG.

Falkeid segir að Óskar hafi komið til stjórnarinnar í gær og óskað eftir því að láta af störfum. Málin hafi verið rædd fram og til baka en í ljós hafi komið að ekki var hægt að fá Óskar til að skipta um skoðun.

„Þá áttum við ekki annan kost í stöðunni," segir Falkeid sem er spurður að því hvort félagið hafi staðið við allar þær kröfur sem Óskar gerði þegar hann var ráðinn í október?

„Ég tel okkur hafa uppfyllt það sem við höfðum lofað, já," svaraði formaðurinn.

Mögulega saknar hann Íslands og fjölskyldunnar
Terje Flateby, íþróttaritstjóri fjölmiðilsins Haugesund Avis, segir að uppsögn Óskars komi mjög á óvart. Ekki hefur verið gefið út hver ástæðan sé.

„En ef maður ætti að giska á eitthvað þá gæti ástæðan verið sú að hann sakni Íslands og fjölskyldu sinnar. Þetta séu ekki íþróttalegar ástæður. Hann viðurkenndi í viðtali fyrr á tímabilinu að fjarveran væri erfiðari en hann hefði búist við. Þegar þú kemur heim til þín úr vinnunni og það er enginn heima þá byrjar þú bara að vinna aftur," segir Flateby.

„Við höfðum hlakkað til að eiga langt og gott samstarf við Óskar en hlutirnir enda ekki alltaf eins og maður hugsar. Við þökkum honum fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í að þróa FK Haugesund áfram," sagði formaðurinn Christoffer Falkeid í yfirlýsingunni þar sem tilkynnt var að Óskar væri hættur hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner