Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. október 2021 07:35
Fótbolti.net
Frídeildin: Er kominn tími á wildcard?
Ekki gleyma að skrá þig til leiks í hraðmótum Bónus og Netgíró sem hefjast í fyrramálið
Ekki gleyma að skrá þig til leiks í hraðmótum Bónus og Netgíró sem hefjast í fyrramálið
Mynd: Frídeildin
Sjöunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun þegar Manchester United tekur á móti Everton. Ljóst er að margir spilarar Fantasy Premier League munu nýta tækifærið og nota
wildcard kubbinn sinn en mikil meiðsli algengra leikmanna og sú góða leikjadagskrá sem framundan er hjá Chelsea vegur þar þungt.

Stóru spurningarnar sem margir stjórar glíma auðvitað við þessi misserin eru; Ronaldo eða Lukaku? Hvaða Chelsea menn treystum við á? Einn eða tvo Manchester City varnarmenn? Frídeildin gerði
tilraun til að svara þessum spurningum í í hlaðvarpsþætti vikunnar ásamt því að gera tillögu að liði. Hlusta hér.


Þá fara af stað tvö hraðmót um helgina. Annars vegar hraðmót Netgíró sem verður spilað frá leikviku 7 til 10. Hins vegar fer af stað hraðmót Bónus sem verður spilað frá leikviku 7 til 12. Til mikils er að
vinna en glæsileg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin. Eftir að mótunum lýkur fara af stað ný hraðmót og þannig heldur það áfram út leiktímabilið. Það er því aldrei of seint að skrá sig.

SKRÁ SIG HÉR
Athugasemdir
banner
banner
banner