Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. október 2021 12:40
Elvar Geir Magnússon
U21 og U19 landsliðshópar voru valdir í gær
Icelandair
Kolbeinn Þórðarson er í U21 æfingahópnum.
Kolbeinn Þórðarson er í U21 æfingahópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson er í U19 hópnum.
Kristian Nökkvi Hlynsson er í U19 hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson og Hermann Hreiðarsson.
Davíð Snorri Jónasson og Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp fyrir undirbúning liðsins fyrir leikinn gegn Portúgal.

Í hópnum eru 24 leikmenn en lokahópur fyrir leikinn verður gefinn út laugardaginn 9. október.

Þetta er þriðji leikur liðsins í undankeppni EM 2023, en Ísland gerði jafntefli við Grikki og vann sigur gegn Hvíta Rússlandi í september. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli 12. október og hefst hann kl. 15:00.

Þá hefur Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, valið hóp fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Ísland er þar í riðli með Ítalíu, Litháen og Slóveníu í riðli og er leikið í Slóveníu dagana 6.-12. október.

Æfingahópur U21 landsliðsins:
Brynjar Atli Bragason - Breiðablik
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Jökull Andrésson - Morecambe
Ágúst Eðvald Hlynsson - Horsens
Aron Ingi Andreasson - Vfb Lubeck
Atli Barkarson - Víkingur R.
Birkir Heimisson - Valur
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia
Dagur Dan Þórhallsson - Fylkir
Finnur Tómas Pálmason - KR
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg
Ísak Snær Þorvaldsson - ÍA
Jóhann Árni Gunnarsson - Fjölnir
Hjalti Sigurðsson - Leiknir
Karl Friðleifur Gunnarsson - Víkingur R.
Kolbeinn Þórðarson - Lommel
Kristall Máni Ingason - Víkingur R.
Mikael Egill Ellertsson - SPAL
Orri Hrafn Kjartansson - Fylkir
Stefán Árni Geirsson - KR
Sævar Atli Magnússon - Lyngby
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Hacken
Valgeir Valgeirsson - HK
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.

U19 hópurinn
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax
Ari Sigurpálsson - Bologna
Hlynur Karlsson - Bologna
Arnar Númi Gíslason - Breiðablik
Hákon Arnar Haraldsson - FC Copenhagen
Orri Steinn Óskarsson - FC Copenhagen
Danijel Dejan Djuric - FC Midtjylland
Dagur Þór Hafþórsson - FH
Logi Hrafn Róbertsson - FH
Kjartan Kári Halldórsson - Grótta
Kári Daníel Alexandersson - Grótta
Ólafur Örn Ásgeirsson - HK
Ísak Andri Sigurgeirsson - ÍBV
Eggert Aron Guðmundsson - Stjarnan
Óli Valur Ómarsson - Stjarnan
Hilmir Rafn Mikaelsson - Venezia
Jakob Franz Pálsson - Venezia
Kristófer Jónsson - Venezia
Pálmi Rafn Arinbjörnsson - Wolves
Andi Hoti - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner