Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 02. janúar 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho verður ekki ákærður fyrir ummæli sín
Kallaði markvarðarþjálfara Southampton hálfvita
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, mun ekki fá ákæru frá knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir 1-0 tapið gegn Southampton í gær.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

Mourinho var spjaldaður af Mike Dean, dómara, í síðari hálfleik fyrir að fara upp að varamannabekk Southampton. Hann átti eitthvað ósagt við markvarðarþjálfara Southampton, Andrew Sparks, stuttu eftir að mark var dæmt af Harry Kane vegna rangstöðu.

Eftir leikinn sagði Mourinho: „Gula spjaldið var sanngjarnt vegna þess að ég var dónalegur. En ég var dónalegur við hálfvita."

Eftir tapið í gær er Tottenham í sjötta sæti, en Mourinho varð fyrir áfalli þar sem Harry Kane meiddist og fór heim á hækjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner