Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea framlengir við Carter og Mjelde
Schnaderbeck yfirgefur Arsenal á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images

Kvennalið Chelsea hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningum tveggja leikmanna sinna til að framlengja þá út næstu leiktíð.


Jess Carter og Maren Mjelde munu því leika áfram fyrir Englandsmeistara Chelsea út næstu leiktíð.

Carter er 24 ára gömul og hefur spilað 92 leiki á fjórum árum hjá Chelsea. Hún vann sér sæti í enska landsliðinu með góðri frammistöðu á nýliðinni leiktíð.

Mjelde er 32 ára norskur landsliðsmaður sem á 133 leiki að baki á sex árum hjá Chelsea. Mjelde er bæði varnar- og miðjumaður og hefur verið lykilleikmaður í landsliði Noregs.

Að lokum er Viktoria Schnaderbeck orðin samningslaus eftir fjögur ár hjá Arsenal. Viktoria er miðjumaður að upplagi og getur einnig leikið í vörn en hún spilaði aðeins 40 leiki á dvöl sinni hjá Arsenal.

Viktoria er 31 árs landsliðsmaður Austurríkis og varði seinni hluta síðustu leiktíðar að láni hjá Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner