Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 13:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skrifar undir tveggja ára samning - „Alveg seld eftir það"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Valur
Eins og við hér á Fótbolti.net greindum frá í morgun þá er Berglind Björg Þorvaldsdóttir gengin í raðir Vals frá franska stórliðinu PSG.

Í tilkynningu Vals sem kom í kjölfarið segir að Berglind skrifi undir tveggja ára samning.

„Pétur hefur reynt að fá mig í nokkur ár og svo hafði Valur samband þegar ég var ófrísk og vissu að ég var að koma heim. Ég fór svo á fund með Pétri og Öddu og var alveg seld eftir það," er haft eftir henni.

Hún segist fyrst og fremst vera komin í Val til þess að vinna titla. „Bæði Íslands- og bikarmeistaratitla og svo er Evrópukeppnin mjög spenanndi, við ætlum að komast uppúr riðlinum þar."

Líkt og fram hefur komið er Berglind tiltölulega nýbúin að eignast barn en segist vera byrjuð að æfa á fullu. En hvenær má eiga von á henni inni á völlinn?

„Vonandi sem fyrst. Það hefur gengið vel að æfa og svo er það bara undir Pétri komið hvenær hann vill henda mér inn á," segir Berglind.

Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum

Næsti leikur Vals er Þrótti í Bestu deildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner