Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 22. janúar
Championship
Leeds - Norwich - 19:45
Plymouth - Burnley - 20:00
Portsmouth - Stoke City - 19:45
Sheff Wed - Bristol City - 19:45
Meistaradeildin
RB Leipzig - Sporting - 17:45
Shakhtar D - Brest - 17:45
Celtic - Young Boys - 20:00
Feyenoord - Bayern - 20:00
Milan - Girona - 20:00
PSG - Man City - 20:00
Sparta Prag - Inter - 20:00
Arsenal - Dinamo Zagreb - 20:00
Real Madrid - Salzburg - 20:00
Evrópudeildin
Besiktas - Athletic - 15:30
WORLD: International Friendlies
River Plate 2 - 0 Mexíkó
Qatar U-20 - Uzbekistan U-20 - 15:00
Bandaríkin - Kosta Ríka - 00:00
fös 26.apr 2024 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 8. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Þrótti er spáð áttunda sæti deildarinnar en liðið endaði á þeim stað í fyrra.

Þrótturum er spáð áttunda sæti.
Þrótturum er spáð áttunda sæti.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigurvin (hér til vinstri) er tekinn við Þrótti.
Sigurvin (hér til vinstri) er tekinn við Þrótti.
Mynd/Þróttur
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal er fyrirliði í sumar.
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal er fyrirliði í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jörgen Pettersen er mikilvægur á miðsvæðinu.
Jörgen Pettersen er mikilvægur á miðsvæðinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úkraínumaðurinn Kostyantyn Iaroshenko er afar öflugur leikmaður.
Úkraínumaðurinn Kostyantyn Iaroshenko er afar öflugur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinrik Harðarson fór í ÍA eftir að hafa blómstrað í Þrótti á síðustu leiktíð.
Hinrik Harðarson fór í ÍA eftir að hafa blómstrað í Þrótti á síðustu leiktíð.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cristofer Rolin, sterkur sóknarmaður.
Cristofer Rolin, sterkur sóknarmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður fróðlegt að fylgjast með Þrótti í sumar.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Þrótti í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Þróttar munu vonandi láta vel í sér heyra.
Stuðningsmenn Þróttar munu vonandi láta vel í sér heyra.
Mynd/Raggi Óla
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

8. Þróttur R.
Þróttarar sneru aftur í Lengjudeildina í fyrra eftir að hafa stoppað í eitt ár í 2. deild árið áður. Það er ekki hægt að segja að síðustu ár hafi verið frábær fyrir karlalið Þróttar en það er spurning hvort leiðin liggi upp á við núna, frekar en niður á við. Þróttarar hafa gengið í gegnum breytingar í vetur og hafa litið nokkuð vel út á undirbúningstímabilinu. Það verður spennandi að sjá liðið mæta til leiks í sumar og þeir eru líklegir til að koma á óvart, vera dökki hesturinn (e. dark horse) í þessari deild. Ef vel gengur, þá verður stemningin mikil á flottu svæði Þróttar í Laugardalnum, það er alveg ljóst.

Þjálfarinn: Sigurvin Ólafsson tók við Þrótti af Ian Jeffs í vetur. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í Laugardalnum. Sigurvin þjálfaði KV frá 2018-2021 og kom liðinu úr 3. deild upp í Lengjudeildina. Hann var síðan aðstoðarþjálfari hjá KR og síðast aðstoðarþjálfari FH áður en hann tók við Þrótti í október síðastliðnum. „Þetta er stærra félag en staðan í deildinni síðustu árin hefur verið. Þeir eru að vinna þetta hægt og bítandi upp, en ég er mjög spenntur að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Þetta er stórt hverfi og það er saga þarna," sagði Sigurvin þegar hann tók við Þrótti en það verður afar áhugavert að fylgjast með þessum spennandi þjálfari í þessu nýja giggi.

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baldvin Már Borgarsson.

Styrkleikar:Flottur hópur sem er búið að styrkja og byggja ofan á frá því í fyrra. Venni finnst mér virkilega flottur og klókur þjálfari. Þróttur hefur spilað flottan varnarleik í vetur og bætt svo ofan á sóknargrunninn. Liðsheildin og stemningin er mikill styrkleiki Þróttara.

Veikleikar: Mér finnst Þróttara vanta þessa 'Viktor Jóns' týpu til þess að ýta liðinu upp á næsta level. Þeir eru samt með marga leikmenn sem geta skorað nokkur mörk, en enginn öskrar á mig að geta skorað 15 mörk eða meira.

Lykilmenn:
Eiríkur Blöndal - Hægri bakvörður sem ég hef lengi verið rosalega hrifinn af, virðist fá stærra leiðtogahlutverk sem fyrirliði meðan Baldur Hannes jafnar sig af leiðinlegum meiðslum. Eiki er eins og rennilás upp og niður hægra megin, mjög flottur sóknarlega og virkilega góður varnarlega.

Jörgen Pettersen - Duglegur og klókur miðjumaður sem kemur með mörk og stoðsendingar að borðinu ásamt því að klára sínar varnarskyldur vel.

Kostiantyn Iaroshenko - Virkilega öflugur leikmaður með mikinn sköpunarkraft, getur spilað allar stöðurnar í kringum framherjann og er alltaf hættulegur; mjög skemmtilegur spilari.

Fylgist með: Hlynur Þórhallsson, 19 ára öflugur og spennandi hafsent sem hefur fengið stórt hlutverk og verður í stóru hlutverki í sumar.

Komnir:
Björgvin Stefánsson frá Þrótti V.
Cristofer Rolin frá Ægi
Þórir Guðjónsson frá Fram
Samúel Már Kristinsson frá Kríu
Viktor Andri Hafþórsson frá Keflavík
Ísak Daði Ívarsson á láni frá Víkingi
Sigurður Steinar Björnsson á láni frá Víkingi
Dagur Traustason á láni frá FH
Þórhallur Ísak Guðmundsson frá Þrótti Vogum
Andi Morina frá KV (var á láni)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson frá KV

Farnir:
Hinrik Harðarson í ÍA
Kostyantyn Pikul í Þrótt Vogum
Sam Hewson í KFK
Óskar Sigþórsson í KFK
Ágúst Karel Magnússon í Ægi á láni
Steven Lennon (var á láni frá FH)
Sergio Francisco Oulu til Kormáks/Hvatar
Eiður Jack Erlingsson í Þrótt V. á láni
Theodór Unnar Ragnarsson til Kormáks/Hvatar á láni



Dómur Badda fyrir gluggann: 8
Þróttarar hafa fengið spennandi og góðar viðbætur við hópinn, þar ber að nefna Ísak Daða og Steinar á láni frá Víkingum, Rolin úr Ægi og Viktor Andra frá Keflavík.

Fyrstu þrír leikir Þróttar:
3. maí, Þróttur R. - Þór (AVIS völlurinn)
10. maí, ÍBV - Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
18. maí, Þróttur R. - Njarðvík (AVIS völlurinn)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli enda þeir í fimmta sæti og í versta falli enda þeir í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner