Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 02. nóvember 2020 21:15
Aksentije Milisic
Alaba vonsvikinn og sár út í Bayern
Mynd: Getty Images
„Vonsvikinn, það er rétta orðið held ég," sagði David Alaba þegar hann var spurður út í það að Bayern hafi dregið samningstilboð sitt til hans, til baka.

Bayern mætir RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu og var Alaba mættur á blaðamannafund. Hann var strax spurður út í það að Bayern hafi dregið tilboðið til baka.

„Ég heyrði af þessu í gær í fréttunum. Þetta var sérstakt. Það kemur í ljós hvað gerist næst í þessu máli, ég hef ekki alveg hugsað þetta til enda ennþá," sagði Alaba.

„Málin eiga að vera okkar á milli. Að kynna persónu mína í fjölmiðlum á þennan hátt samsvarar ekki sannleikanum," sagði Alaba en hann er talinn vera biðja um mjög há laun.

„Ég var sár og svekktur með að það hafi ekki verið neitað fyrir launakröfunum (sem eru kennd við Alaba í fjölmiðlum)."

Alaba er 28 ára og hefur spilað 254 leiki fyrir Bayern og skorað tíu mörk.


Athugasemdir
banner
banner