Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. september 2021 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boðað til aukaþings KSÍ 2. október
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að boða til aukaþings KSÍ og verður það haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag.

Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum

Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur.

Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og stjórnin sambandsins sögðu af sér fyrr í þessari viku í kjölfarið á því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir kom fram í fréttatíma RÚV og greindi þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns. Maðurinn sem um ræðir er Kolbeinn Sigþórsson.

Hún steig fram eftir að KSÍ hafði neitað því að tilkynningar eða ábendingar hefðu borist sambandinu síðustu ár. Annað kom þó á daginn er Þórhildur sagði frá ofbeldinu og dró þá Guðni orð sín til baka í fréttatímanum og sagðist hafa farið rangt með mál.

Hann sagði af sér sem formaður KSÍ nokkrum dögum síðar og fylgdi stjórn KSÍ á eftir honum á mánudagskvöld. Fleiri sögur af ofbeldi landsliðsmanna hafa verið sagðar og er nú vonast eftir því að hreinsað verði til í knattspyrnuhreyfingunni.
Athugasemdir
banner