Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester leyfði Adrien Silva að fara frítt til Samp (Staðfest)
Adrien Silva mun berjast við menn á borð við Skandínavana Albin Ekdal og Morten Thorsby um byrjunarliðssæti á miðjunni.
Adrien Silva mun berjast við menn á borð við Skandínavana Albin Ekdal og Morten Thorsby um byrjunarliðssæti á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Sampdoria er búið að staðfesta komu Adrien Silva á frjálsri sölu frá Leicester City. Silva er 31 árs miðjumaður frá Portúgal sem spilaði aðeins 21 leik eftir að hafa komið til Leicester fyrir 22 milljónir punda sumarið 2017.

Claudio Ranieri, þjálfari Sampdoria, hafði miklar mætur á Silva þegar hann var við stjórnvölinn hjá Leicester og vildi ólmur fá hann til félagsins. Verðmiðinn sem Sporting setti á hann var þó alltof hár, eða 38 milljónir punda.

Silva fann sig aldrei hjá Leicester og var lánaður til Mónakó þar sem hann spilaði 40 leiki á tveimur árum. Samningur hans við Leicester hefði runnið út á næsta ári og ákvað félagið því að hleypa honum burt frítt til að losna við hann af launaskrá.

Silva á 26 leiki að baki fyrir Portúgal en hefur ekki komið við sögu í landsleik síðan 2018.

Sampdoria þarf að bæta sinn leik til að sleppa við fallbaráttu en liðið er búið að krækja í Antonio Candreva, Balde Diao og Mikkel Damsgaard undanfarnar vikur.


Athugasemdir
banner
banner