Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 09:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni HM: Messi skoraði í „sérstökum leik"
Fagnaði marki sínu í nótt
Fagnaði marki sínu í nótt
Mynd: EPA
Argentína og Síle gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni HM í nótt. Leikið var í Suður-Ameríku riðlinum og vann Kólumbía lið Perú í seinni leik næturinnar.

Lionel Messi kom Argentínu yfir á 24. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Lautaro Martinez. Alexis Sanchez jafnaði metin á 36. mínútu með mark eftir undirbúning frá Gary Medel.

Markið hjá Messi var 72. landsliðsmarkið hans í 143 leikjum. Leikurinn var fyrsti leikur Argentínu frá því Diego Maradona lést í nóvember.

„Þetta var sérstakur leikur þar sem þetta var sá fyrsti án Diego," sagði Messi. „Við vitum hvaða þýðingu landsliðið hafði í hans augum og við vitum að hann var viðstaddur."

Þeir Yerry Mina, Mateus Uribe og Marulanda Fernando Luis Diaz sá um að skora mörkin fyrir Kólumbíu í 3-0 sigri gegn Perú.

Í fyrri leik gærkvöldsins gerðu Úrúgvæ og Paragvæ markalaust jafntefli í Montevido en Bólivía vann Venezúela í fyrri leiknum. Marcelo Moreno skoraði tvö marka Bólivíu í 3-1 sigri.

Brasilía er efst í riðlinum með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og Argentína kemur næst á eftir með ellefu stig eftir fimm leiki.

Brasilía mætir Ekvadór í kvöld í lokaleik 5. umferðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner