Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. júlí 2018 14:43
Elvar Geir Magnússon
Southgate elskaður af ensku þjóðinni og fjölmiðlum
Southgate ásamt aðstoðarmanni sínum, Steve Holland.
Southgate ásamt aðstoðarmanni sínum, Steve Holland.
Mynd: Getty Images
Jákvæðnin í ensku pressunni gagnvart landsliðinu hefur sjaldan verið meiri. Gareth Southgate fær mikið lof fyrir það hvernig hann hefur náð að breyta andrúmsloftinu í kringum liðið.

Við fjölluðum um það á dögunum að Southgate hefur gefið enskum fjölmiðlum meiri aðgang að liðinu og hafa fjölmiðlamenn meðal annars keppt við leikmenn í pílukasti, ballskák og keilu.

Sjá einnig:
Enska liðið opnar sig og gefur meira af sér til fjölmiðla

Fyrir mótið voru væntingarnar til Englands ekki miklar og fjölmiðlar kepptust við að tala gæði liðsins niður. Eftir sigurinn gegn Kólumbíu í gær er England nú komið í 8-liða úrslit.

England vann í vítaspyrnukeppni í gær en viðbrögð Southgate eftir sigurinn hefur vakið athygli. Hann huggaði niðurbrotna leikmenn Kólumbíu eftir leikinn, til dæmis Mateus Uribe en víti hans fór forgörðum.

Southgate þekkir þá tilfinningu vel að klúðra víti á stórmóti. Í undanúrslitum á EM 1996 klúðraði hann víti í bráðabana gegn Þýskalandi í undanúrslitum. Andreas Möller fór svo á punktinn og skaut England úr leik.

Næsta laugardag leikur enska landsliðið við Svíþjóð í 8-liða úrslitum. Það hefur reynst erfitt að brjóta sænska liðið á bak aftur í keppninni en England er þó talsvert sigurstranglegra samkvæmt veðbönkum. Ef illa fer hjá enskum á laugardag gæti tónninn í ensku pressunni verið fljótur að breytast!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner