Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. september 2021 10:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Barcelona fegnir að losna við Griezmann
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins í boði BBC er klár.

Wolves vilja gera Adama Traore að launahæsta leikmanni liðsins með því að bjóða honum 120 þúsund pund í vikulaun og fæla í burtu áhuga frá Tottenham og Liverpool. (Sun)

Man Utd hefur ennþá áhuga á Kieran Trippier bakverði Atletico Madrid og mun reyna að fá þennan þrítuga leikmann í janúar. (Mundo Deportivo)

Real Madrid undirbjó sjö samninga fyrir Kilyan Mbappe er þeir reyndu að næla í hann í sumar en spæsnku risarnir eru bjartsýnir á að næla í þennan 22 ára gamla leikmann frá PSG árið 2022. (Sport)

Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga sannfærði Rennes um að leyfa honum að fara til Real Madrid þrátt fyrir að PSG hafi boðið Rennes og Camavinga sjálfum betra tilboðl. (AS)

PSG bauð ekki fram formlegt tilboð í Cristiano Ronaldo þrátt fyrir að hafa verið í viðræðum um að hann færi til liðsins frá Juventus áður en hann gekk aftur til liðs við Man Utd. (Le10Sport)

Juventus vill búa til lið í kingum argentíska framherjann Paulo Dybala eftir að Ronaldo gekk til liðs við United. (Calciomercato)

Enski miðjumaðurinn Jesse Lingard neitaði að fara til West Ham, eftir að hafa verið á láni á síðustu leiktið, til að berjast um sæti í liði Man Utd. (90Min)

Íranski framherjinn Sardar Azmoun leikmaður Zenit segir að Tottenham sé eitt af liðunum sem reyndi að næla í hann í sumar. Roma, Lyon og Bayer Leverkusen einnig nefnd til sögunnar. (Soccer RU)

Inter Milan hafa áhuga á Bernd Leno markverði Arsenal en hann fer væntanlega frítt eftir að samningi hans við Arsenal rennur út næsta sumar. (Tuttosport)

Barcelona mun reyna að kaupa Dani Olmo frá RB Leipzig í janúar en hann hefur þegar samþykkt 5 ára samning við Barcelona. (Mundo Deportivo)

Sumir leikmenn Barcelona voru fegnir þegar Antoine Griezmann yfirgaf félagið en hann átti erfitt með að aðlagast lífinu á Nou Camp. (Diario Sport)

Franski miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko vonast til að vera áfram hjá AC Milan eftir að lánsamningur hans frá Chelsea rennur út. (Goal)

Hatem Ben Arfa fyrrum leikmaður Newcastle er orðaður við Rapid Bucharest. Hinn 34 ára gamli frakki er án félags eftir að hann yfirgaf Bordeaux í sumar. (Pro Sport)

Celtic hefur augastað á Kyle Hudlin sem er rúmir tveir metrar á hæð. Þessi 21 árs gamli leikmaður leikur með Solihull Moors í utandeildinni á Englandi. (Football Insider)

Romeo sonur David Beckham hefur skrifað undir samning hjá Fort Lauderdale CF sem leika í þriðju efstu deild í Bandaríkjunum. (Miami Total Futbol)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner