Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 00:19
Ívan Guðjón Baldursson
Fengu loksins Coke til Ibiza (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Spænska B-deildarliðið UD Ibiza var að staðfesta komu nýs leikmanns sem félagið hefur verið á höttunum eftir undanfarnar vikur.


Sá heitir Coke Andújar og á hátt í 200 leiki að baki með Sevilla þar sem hann vann Evrópudeildina þrisvar sinnum með félaginu. Hann er 35 ára hægri bakvörður sem hefur einnig leikið fyrir Schalke, Rayo Vallecano og Levante á ferlinum. 

Ibiza bjargaði sér frá falli úr spænsku B-deildinni á síðustu leiktíð og stefnir hærra á yfirstandandi leiktíð. Í sumar er félagið búið að krækja í Miguel Azeez á láni frá Arsenal og Mateusz Bogusz á láni frá Leeds auk Daniel Fuzato, sem var síðast á mála hjá Roma.

Coke gæti verið í lykilhlutverki á tímabilinu hjá Ibiza. Það er mikilvægt að félagið ofnoti ekki Coke þar sem hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli undanfarin ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner