Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. mars 2020 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn og dómarar mega ekki heilsast fyrir og eftir leiki
Dómarar og leikmenn mega ekki heilsast fyrir og eftir leiki
Dómarar og leikmenn mega ekki heilsast fyrir og eftir leiki
Mynd: Getty Images
Leikmenn og dómarar í ensku úrvalsdeildinni mega ekki takast í hendur fyrir og eftir leiki en stjórn deildarinnar tilkynnti þetta í dag.

Kórónaveiran hefur reynst afar skæð í Asíu og er hún að dreifast um allan heim en miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar vegna hennar.

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar tilkynnti í kvöld að leikmenn og dómrarar megi ekki heilsast fyrir og eftir leiki deildarinnar til að minnka smithættu.

Það er venjan að ungir iðkendur fylgi knattspyrnumönnum inn á völlinn en enska félagið Liverpool hefur ákveðið að leggja þann sið niður í bili.

Það má búast við því að fleiri lið geri slíkt hið sama en talið er að um 97 þúsund manns hafi smitast af kórónaveirunni. Þar af hafa 3300 dáið af völdum hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner