Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Selfoss vann í Kópavogi - Fylkir lagði KV
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gary Martin og félagar í Selfoss fara vel af stað í Lengjudeildinni í ár. Gary var í byrjunarliðinu og setti tvennu á upphafsmínútunum gegn HK sem féll úr efstu deild í fyrra.


Heimamenn í HK voru snöggir að svara fyrir sig og staðan orðin 2-2 eftir tólf mínútna leik. Hreint ótrúleg byrjun í Kópavogi.

Selfoss fékk góð færi til að taka forystuna en tókst ekki að skora fyrr en á 70. mínútu. Þá var Gonzalo á ferðinni og skoraði með fallegu skoti utan vítateigs, staðan orðin 2-3 og forysta gestanna verðskulduð.

HK setti allt í sóknarleikinn á lokamínútunum en inn vildi boltinn ekki og frábær sigur Selfyssinga í fyrstu umferð staðreynd. HK með gríðarlega sterkt lið þarf að sætta sig við tap á heimavelli.

HK 2 - 3 Selfoss
0-1 Gary Martin ('5)
0-2 Gary Martin ('8)
1-2 Ásgeir Marteinsson ('9)
2-2 Hassan Jalloh ('12)
2-3 Gonzalo Zamorano ('70)

Sjáðu textalýsinguna.

Fylkir lagði þá KV að velli á sama tíma og tók forystuna snemma leiks eftir slæm mistök Ómars Castaldo Einarssonar í marki KV, sem missti boltann fyrir lappir Ásgeirs Eyþórssonar.

Daði Ólafsson tvöfaldaði forystuna með skoti utan teigs á 36. mínútu en gestirnir úr Vesturbænum enduðu hálfleikinn vel og minnkaði Grímur Ingi Jakobsson muninn með skallamarki eftir fyrirgjöf.

Það var meira jafnræði í síðari hálfleik en heimamenn í Fylki áfram sterkari aðilinn og innsiglaði Mathias Laursen Christensen sigurinn með marki á 78. mínútu.

Niðurstaðan sanngjarn sigur Fylkis en KV sýndi mikinn baráttuvilja.

Fylkir 3 - 1 KV
1-0 Ásgeir Eyþórsson ('8)
2-0 Daði Ólafsson ('36)
2-1 Grímur Ingi Jakobsson ('43)
3-1 Mathias Laursen ('78)

Sjáðu textalýsinguna.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner