Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 05. október 2021 20:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar spilaði með Al Arabi - Jökull „í tapliði" eftir vítaspyrnukeppni
Aron Einar
Aron Einar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Getty Images
Jökull spilaði í EFL bikarnum
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Jökull Andrésson fékk tækifærið í marki Morecambe þegar liðið mætti Hartlepool í enska EFL bikarnum. Þar taka liðin í C- og D- deild þátt auk unglingaliða fjórtán úrvalsdeildarfélaga.

Jökull hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Morecambe í deildinni að undanförnu en þjálfari Morecambe er ansi duglegur að skipta markvörðum inn og út eftir því hvernig þeir eru að standa sig. Jökull fór vel yfir það í viðtali í ágúst.

Morecambe gerði 2-2 jafntefli gegn Hartlepool í riðli 1 í keppninni en keppnisfyrirkomulagið er þannig að þá er gripið til vítaspyrnukeppni. Hartlepool vann 4-1 í vítaspyrnukeppni og fær því tvö stig út úr þessum leik en Morecambe fær eitt stig fyrir jafnteflið.

Morecambe er með eitt stig eftir tvo leiki en í riðlinum eru einnig U21 árs lið Everton og lið Carlisle.

Jökull var á dögunum valinn í U21 árs landsliðs Íslands sem kom saman í gær. Vegna fjarveru Jökuls á æfingu landsliðsins í dag var Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, kallaður inn og æfði með liðinu í dag.

Aron Einar spilaði hálfleik með Al Arabi
Aron Einar Gunnarsson er ekki í landsliðshópnum eins og fjallað hefur verið um.

Aron lék með félagsliði sínu, Al Arabi, í Qatar Super League bikarnum, gegn Al Khor. Aron spilaði fyrri hálfleikinn en var svo tekinn af velli. Lokatölur leiksins urðu 0-0.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sagði á fréttamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að velja Aron ekki í landsliðshópinn „til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar."

Lestu meira um málið:
Arnar um fundinn með Vöndu: Þarft ekki að vinna hjá NASA til að sjá þetta
Athugasemdir
banner
banner