Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albert Brynjar og Ásgeir Börkur íhuga endurkomu í Árbæinn
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Albert Brynjar Ingason lék lítið með Kórdrengjum í Lengjudeildinni á leiktíðinni en hann meiddist illa strax í upphafi móts.

Albert, sem er 35 ára, sem var á sínu öðru tímabili með Kórdrengjum lék aðeins átta leiki og skoraði í þeim eitt mark en hann meiddist illa á hné gegn Vestra í júlí.

Albert er nú samningslaus en hann ræddi framtíðina sína í hlavarpsþættinum Dr. Football á dögunum. Hjörvar Hafliðason hrósaði honum fyrir gott form.

„Það væri enn verra að vera samningslaus ef ég hefði fjölgað pizzu dögunum og mætt á fundi einhvers staðar feitur og í spelku," sagði Albert.

Hann segir að það sé bara tvennt sem komi til greina, það er að halda áfram í Kórdrengjum eða taka slaginn með uppeldisfélaginu Fylki í næst efstu deild.

Ásgeir Börkur í viðræðum við Fylki
Ásgeir Börkur Ásgeirsson féll með HK úr Pepsi Max-deildinni í ár. Þessi 34 ára miðjumaður gekk í raðir Kópavogsiðsins árið 2019 frá Fylki þar sem hann lék í 10 ár.

Albert þekkir Ásgeir vel en þeir léku saman hjá Fylki í mörg ár.

„Það er ekki erfið ágískun að gíska á það að Fylkir og Ásgeir Börkur séu að tala saman. Við Ásgeir Börkur erum góðir félagar og ég get staðfest það að það sé áhugi úr Árbænum," segir Albert.

Spurning hvort þeir félagar sameinist á ný í Árbænum og hjálpi sínu félagi að endurheimta sæti í deild þeirra bestu?

Sjá einnig:
Raggi Sig ekki með Lengjudeildarfordóma


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner