Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 06. október 2021 12:11
Elvar Geir Magnússon
Donnarumma má búast við bauli - „Ekki velkominn skíthæll"
Gianluigi Donnarumma er 22 ára.
Gianluigi Donnarumma er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar hann spilar fyrir ítalska landsliðið gegn því spænska í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.

Búast má við því að hann fái óblíðar móttökkur á San Siro en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar þar síðan hann yfirgaf AC Milan og gekk í raðir Paris Saint-Germain á frjálsri sölu.

Á fréttamannafundi sagðist Donnarumma vonast eftir því að ekki yrði baulað á sig í leiknum. Hann sagði að hann yrði alltaf stuðningsmaður AC Milan.

Harðkjarna stuðningsmannahópur AC Milan byrjaði að snúast gegn Donnarumma þegar Mino Raiola, umboðsmaður hans, viðurkenndi að hann vildi að markvörðurinn ungi færi í annað félag.

Donnarumma ákvað að skrifa ekki undir nýjan samning við Milan og fór á frjálsri sölu til Parísa. Búið er að hengja upp borða í Mílanó þar sem hann er kallaður skíthæll og gefin eru skýr skilaboð um að hann sé ekki velkominn aftur til borgarinnar.

„Ég hef alltaf lagt mig allan fram fyrir Milan. Það er mikilvægur leikur í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar framundan og ég vona að stuðningsmenn geti hjálpað okkur," sagði Donnarumma á fréttamannafundi.

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, vonar að ekki verði baulað á markvörðinn í kvöld.

„Hinsvegar þá fannst mér hann koma illa fram við Milan eftir allt sem félagið hafði gert fyrir hann og fjölskyldu hans. Hann hefði átt að hegða sér öðruvísi," segir Capello.

Sjá einnig:
Þjóðadeildin í dag - Evrópumeistararnir mæta Spánverjum



Athugasemdir
banner
banner