Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. mars 2018 09:15
Elvar Geir Magnússon
Ensk stórlið vilja fá Doucoure
Powerade
Abdoulaye Doucoure.
Abdoulaye Doucoure.
Mynd: Getty Images
Tarkowski verður í enska landsliðinu.
Tarkowski verður í enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan dag. Slúðurpakkinn var að mæta úr prentsmiðjunni. BBC tók saman.

Manchester United hefur áhuga á Abdoulaye Doucoure (25), miðjumanni Watford, en getur búið sig undir samkeppni frá Liverpool, Tottenham og Arsenal. (Mirror)

Patrick Kluivert, fyrrum sóknarmaður hollenska landsliðsins, er í viðræðum við C-deildarliðið Oxford United um að verða nýr knattspyrnustjóri félagsins. (Sun)

Liverpool er nálægt því að ná samkomulagi um franska vængmanninn Thomas Lemar (22) sem spilar fyrir Mónakó. (Le 10 Sport)

Manchester United er líklegast til að landa franska miðjumanninum Blaise Matuidi (30) frá Juventus í sumar. (Star)

Watford, Liverpool, Arsenal og West Ham eru öll að horfa til miðjumannsins Bryan Cristante (23) hjá Benfica. Reiknað er þó með að Ítalinn fari fyrst til Atalanta þar sem hann er á lánssamningi sem stendur. (Tuttosport)

Samningurinn sem Paulo Dybala (24) er að fara að skrifa undir hjá Juventus er ekki með riftunarákvæði. Dybala hefur verið orðaður við Manchester United, Barcelona og Real Madrid. (Sun)

Pep Guardiola mun í sumar leggja áherslu á að fá leikmann til Manchester City sem getur leyst brasilíska miðjumanninn Fernandinho (32) af hólmi til framtíðar. (Manchester Evening News)

Stuðningsmannafélag Arsenal, The Arsenal Supporters' Trust, mun funda með framkvæmdastjóra félagsins, Ivan Gazidis, á næstu dögum. Þar verður kynnt fyrir honum könnun sem leiddi í ljós að 88% stuðningsmanna liðsins vilja að Arsene Wenger fari í sumar. (London Evening Standard)

Ray Parlour, fyrrum miðjumaður Arsenal, segir að eigandi félagsins, Stan Kroenke, hafi ekki áhyggjur af úrslitum liðsins heldur hugsi bara um að búa til peninga. (TalkSport)

Franski blaðamaðurinn Julien Laurens segir að Wenger sé ekki lengur á óskalista Paris St-Germain. (5 live Football Daily)

Aukinn launamunur milli leikmanna Arsenal hefur áhrif á móralinn í hópnum. Arsenal hefur tapað þremur síðustu deildarleikjum sínum. (Times)

Marcos Alonso, varnarmaður Chelsea, segir að Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona, sé góður kostur fyrir öll félög. Spánverjinn er nefndur sem hugsanlegur arftaki Antonio Conte hjá Chelsea. (Cope)

James Tarkowski (25), varnarmaður Burnley, mun verða í leikmannahópi enska landsliðsins sem mætir Hollandi og Ítalíu í vináttulandsleikjum 23. og 27. mars. (Daily Telegraph)

Bournemouth er bjartsýnt á að ná að halda knattspyrnustjóranum Eddie Howe (40) fyrir næsta tímabil. (Mirror)

Max Meyer (22), miðjumaður Schalke, gæti farið til Atletico Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur Þjóðverjans rennur út í júní. (Bild)

David Alaba (25), bakvörður Bayern München, er spenntur fyrir því að fara til Barcelona. Austurríkismaðurinn segir að það gæti verið kominn tími fyrir nýjar áskoranir. (Kurier)

Juventus er ekki tilbúið að selja kólumbíska vængmanninn Juan Cuadrado (29), sama hvaða tilboð berst. (Calciomercato)


Athugasemdir
banner
banner
banner