Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 06:00
Victor Pálsson
Allar líkur á að Malen og Dumfries fari
Dumfries.
Dumfries.
Mynd: EPA
Það eru allar líkur á að bæði Donyell Malen og Denzel Dumfries muni kveðja lið PSV Eindhoven í sumar.

Þetta segir stjóri félagsins, Roger Schmidt, en báðir leikmennirnir spiluðu með hollenska liðinu á EM í sumar.

Malen og Dumfries áttu ansi gott mót með Hollendingum sem eru þó úr leik eftir tap gegn Tékkum í útsláttarkeppninni.

Fjölmörg lið eru að skoða þessa leikmenn en Inter Bayern Munchen og Everton eru talin hafa áhuga á bakverðinum Dumfries.

Borussia Dortmund og Liverpool eru þá þau lið sem eru sögð hafa augastað á Malen sem spilar í fremstu víglínu.

„Ég býst ekki lengur við því að þeir snúi aftur á De Herdgang," sagði Schmidt en það er æfingasvæði liðsins.

„Það var ljóst eftir síðasta tímabil að þeir vildu komast erlendis. Ég býst ennþá við því. Ef engin félagaskipti eiga sér stað þá skoðum við stöðuna aftur."
Athugasemdir
banner
banner