Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. nóvember 2020 05:55
Victor Pálsson
Spánn í dag - Barcelona þarf sigur gegn Betis
Messi mætir Betis.
Messi mætir Betis.
Mynd: Getty Images
Stórlið Barcelona er í eldlínunni í spænsku úrvalsdeildinni í dag og þarf á stigum að halda gegn Real Betis á Nou Camp.

Barcelona er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar en önnur lið eru þó búin með átta leiki í deildinni.

Barcelona er heilum níu stigum á eftir toppliði Real Sociedad sem er með 17 stig. Erkifjendurnir í Real Madrid eru í öðru sæti með 16.

Í fjórða sæti situr Atletico Madrid sem á einnig leik inni og mætir Cadiz á heimavelli sínum Wanda Metropolitano klukkan 20:00.

Cadiz hefur þó komið mörgum á óvart í vetur og vann til að mynda Real Madrid 0-1 á útivelli. Liðið er í fimmta sætinu með jafn mörg stig og Atletico.

Laugardagur:
13:00 Huesca - Eibar
15:15 Barcelona - Real Betis (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Sevilla - Osasuna (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Atletico Madrid - Cadiz (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner