Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. maí 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Umboðsmaður Adeyemi: Valdi Dortmund framyfir Man Utd
Mynd: EPA

Fréttamaðurinn Fabrizio Romano er ótrúlegur þegar kemur að því að vera með puttann á púlsinum og ræddi hann stuttlega við Thomas Solomon, umboðsmann Karim Adeyemi, í dag.


Solomon staðfesti í samtalinu að Adeyemi sé á leið til Borussia Dortmund og að hann hafi valið félagið framyfir Manchester United.

„Við erum nálægt því að ganga frá samningum við Borussia Dortmund. Hann fær fimm ára samning án söluákvæðis," sagði Solomon, en Erling Braut Haaland krafðist þess að fá söluákvæði í samninginn til að ganga í raðir Dortmund fyrir tveimur árum.

„Rangnick? Já, Manchester United vildi fá hann en við viljum bara fara til BVB."

Adeyemi er tvítugur sóknarmaður sem hefur gert eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Þýskaland. 

Á þessari leiktíð er hann búinn að skora 23 mörk og leggja upp 8 í 42 leikjum í öllum keppnum. Honum gengur best að skora í austurrísku deildinni og þá er hann með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni.

Adeyemi er hugsaður sem arftaki Haaland í sóknarlínu Dortmund þar sem norska stjarnan virðist vera á leið til Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner