Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Santon hættur 31 árs - „Ég er neyddur til að gera þetta"
Davide Santon.
Davide Santon.
Mynd: Getty Images
Davide Santon þótti eitt sinn einn efnilegasti bakvörður í heimi en hann náði einhvern veginn aldrei þeim hæðum sem búist var við af honum í upphafi ferilsins.

Hann hefur núna ákveðið að leggja skóna á hilluna, 31 árs gamall.

„Líkaminn minn getur bara ekki höndlað þetta lengur," segir Santon en hann kveðst vera með mjög slæm hné.

„Það er ekki það að ég sé ekki með nein tilboð. Líkaminn minn getur bara ekki tekist á við þetta lengur eftir svona mörg meiðsli. Ég er neyddur til að gera þetta, ég verð að gera þetta."

„Ég fór í endalaus próf og endalausir skoðanir, en það var ekkert hægt að gera. Ég get enn gengið, en það er ekki nóg til þess að vera atvinnumaður í íþróttum."

Ásamt því að leika með Inter, þá spilaði hann með Cesena, Newcastle og Roma á sínum ferli.

Hann spilaði þá átta A-landsleiki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner