Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 10. mars 2020 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kannað hvort Mbappe sé með kórónuveiruna
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Franski íþróttafjölmiðillinn L’Équipe segir frá því að Paris Saint-Germain hafi gert Kylian Mbappe að gangast undir skoðun til að komast að því hvort að hann sé með kórónuveiruna.

Mbappe hefur misst af æfingum síðustu tvo daga út af hálsbólgu og hita. Mbappe er sagður tæpur fyrir mikilvægan leik gegn Dortmund í Meistaradeildinni á morgun.

Niðurstaðan á að liggja fyrir í kvöld eða á morgun, en ólíklegt þykir að Mbappe sé með veiruna.

Á þessum tímapunkti vonast PSG til þess að hinn 21 árs gamli Mbappe spili gegn Dortmund á morgun. Leikurinn, sem fer fram í París annað kvöld, verður spilaður fyrir luktum dyrum til að minnka smithættu vegna kórónuveirunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner