Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 15:03
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Cardiff og Brighton: Harris bestur - Aron í meðallagi
Mynd: Getty Images
Kadeem Harris var maður leiksins er Cardiff lagði Brighton að velli í fyrsta leik helgarinnar í enska boltanum.

Það var enginn sem stóð sérstaklega uppúr að mati Sky Sports en fjórir aðrir leikmenn fengu jafnháa einkunn (7) og Harris fyrir sinn þátt í dag.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff og þótti hans framlag í meðallagi.

Lewis Dunk er eini leikmaður Brighton sem fékk yfir 6, en Dale Stephens fær lægstu einkunn allra fyrir að láta reka sig útaf í fyrri hálfleik.

Cardiff: Etheridge (6), Manga (5), Morrison (6), Bamba (7), Cunningham (6), Camarasa (7), Gunnarsson (6), Harris (7), Ralls (6), Murphy (6), Paterson (7).
Varamenn: Peltier (5), Hoilett (5), Reid (5)

Brighton: Ryan (6), Montoya (5), Dunk (7), Duffy (6), Bong (6), Stephens (4), Knockaert (5), Kayal (5), Izquierdo (5), March (5), Murray (5)
Varamenn: Bissouma (5), Andone (5)
Athugasemdir
banner
banner