Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. júní 2018 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ísland komið með sér myllumerki á Twitter fyrir HM
Icelandair
Einhver strákanna í landsliðinu munu án efa nota nýju myllumerkin
Einhver strákanna í landsliðinu munu án efa nota nýju myllumerkin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú fer heldur betur að styttast í stundina sem allir hafa beðið eftir, sjálft heimsmeistaramótið í fótbolta.

Þar verður Ísland meðal þátttakenda líkt alþjóð, ef ekki allur heimurinn veit.

Samfélagsmiðillinn Twitter er í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi átök í Rússlandi en búast má við gríðarlegu álagi á miðlinum á meðan á mótinu stendur.

Nú hafa allar þátttökuþjóðir á HM fengið sinn eigið myllumerki, eða hashtag til þess að nota á Twitter og er Ísland ekki undanskilin.

Í tístinu hér að neðan má sjá bæði nýju myllumerkin fyrir Ísland. Annars vegar er það #ISL og hins vegar er það #FyrirIsland. Í báðum myllumerkum birtist svo íslenski fáninn.

Við hvetjum íslenska tístara eindregið til þess að nota þessi myllumerki!




Athugasemdir
banner