Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fös 12. nóvember 2021 14:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þór/KA 
Arna Sif í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur yfirgefið raðir Þór/KA og er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. Hún skrifar undir tveggja ára samning. Arna, sem er 29 ára varnarmaður, á að baki tólf landsleiki á sínum ferli.

Þetta er í annað sinn sem Arna semur við Val en hún lék með liðinu tímabilin 2016 og 2017 eftir að hafa spilað erlendis.

Arna var valin í lið ársins fyrir frammistöðu sína með Þór/KA en hún lék alla leiki liðsins eftir að hún kom heim frá Skotlandi en hún lék með Glasgow City eftir áramót og var hluti af liðinu sem varð skoskur meistari.

Hugur Örnu leitar aftur út: Báðir aðilar eru opnir fyrir því (19. ágúst)

Hjá Val mun Arna Sif hitta fyrir tvo fyrrverandi liðsfélaga úr Þór/KA, þær Önnu Rakel Pétursdóttur og Lillý Rut Hlynsdóttir, en hjá félaginu leikur einnig Sandra Sigurðardóttir markvörður sem hóf meistaraflokksferilinn með Þór/KA/KS 2001.

„Stjórn Þórs/KA þakkar Örnu Sif fyrir hennar mikla og farsæla framlag til liðsins og óskar henni alls hins besta á nýjum vettvangi," segir á heimasíðu Þór/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner