Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 13. janúar 2019 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness fannst Pogba verðskulda rautt spjald
Pogba og Alli.
Pogba og Alli.
Mynd: Getty Images
Graeme Souness.
Graeme Souness.
Mynd: Getty Images
Verðskuldaði Pogba rautt spjald?
Verðskuldaði Pogba rautt spjald?
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, er þekktur fyrir það að vera ekki mesti aðdáandi Paul Pogba, miðjumanns Manchester United. En Souness, hann hrósaði Pogba eftir frábæra stoðsendingu Frakkans gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

„United hefur spilað stórglæsilega," sagði Souness í hálfleik. „Góðir varnarlega, engir farþegar á miðjunni og þeir eru hættulegir fram á við. Góð liðsframmistaða á þessum fyrstu 45 mínútum."

„Tottenham er mjög framarlega á vellinum, en það er stórhættulegt þegar þú ert að spila gegn liði með hraða leikmenn eins og Rashford og Martial, og einhvern eins og Pogba sem er með svona sendingu í vopnabúrinu."

Þetta kom þeim sem fylgdust með mjög á óvart enda er Souness ekki beint þekktur fyrir það að hrósa Pogba.


Rautt spjald á Pogba?
Þegar leiknum var lokið vildi Souness hins vegar meina að Pogba hefði átt að líta rauða spjaldið fyrir það hvernig hann fór í Dele Alli, miðjumann Tottenham.

Smelltu hér til að sjá atvikið. Pogba fékk að líta gula spjaldið.

Jamie Redknapp og Souness voru sérfræðingar á Sky Sports, en þeir voru ósammála. Redknapp sagði þetta ekki verðskulda rautt spjald.

„Hann er að reyna að skýla boltanum. Þetta lítur hræðilega út, en hann var ekki að reyna þetta," sagði Redknapp. „Þetta lítur út fyrir að vera rautt spjald, en að mínu mati á þetta ekki að vera rautt spjald."

Redknapp líkti þessu við atvik frá sínum eigin ferli þegar hann fór í Tim Cahill. Redknapp var dæmdur í þriggja leikja bann eftir það.

„Jamie ég verð að vera ósammála þér. Þetta er rautt spjald og ég efast ekki um það að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Ég skil hver Jamie er að fara, þú reynir að halda leikmanninum frá boltanum, en sjáðu hvar boltinn og sjáðu hvar fóturinn er," sagði Souness.

„Ef dómarinn sér þetta sem gult spjald þá veit hann ekkert um fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner